Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gargönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 28. september 2022

Gargönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur lítil buslönd. Hún er að öllu leyti farfugl fyrir utan fáeina fugla sem halda sig á innnesjum yfir veturinn.

Gargönd finnst víða á norðurhveli jarðar en Ísland er nyrsti staðurinn þar sem þær verpa. Íslenski stofninn er fremur fáliðaður, eða 400-500 varppör. Mikill meirihluti þeirra verpir í Mývatnssveit en engu að síður finnast þær víða niðri á láglendi í mýrum, pollum og tjörnum. Steggirnir líkjast meira kollunum en þekkist hjá öðrum buslöndum. Hann er að mestu grár en brúnni á höfði og svartyrjóttur á bringu. Kollan líkist stokkandarkollum en er minni og grárri. Steggurinn gefur frá sér lágvært flaut en kollan hávært garg sem fuglinn dregur nafn sitt af. Andfuglar fella fjaðrirnar á sumrin og fara í svokallaðan felubúning. Gargandarsteggirnir verða á þessum tíma
nánast óþekkjanlegir frá kollunum. Síðsumars, þegar þeir hafa endurnýjað flugfjaðrirnar, verða þeir fleygir að nýju og skarta aftur fallegum skrúðbúning á haustin.

Skylt efni: fuglinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...