Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gefið út tilkynningu af gefnu tilefni, þar sem áréttað er að úthlutun fjárheimilda til viðhalds varnargirðinga sé ekki á hennar valdsviði. Fjármagn sem Matvælastofnun hafi til ráðstöfunar vegna slíkra verkefna sé áætlað 45 milljónir króna fyrir þetta ár.

„Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum og er áætlað að það verði 45 mkr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Á dögunum hvatti landbúnaðarráð Húnaþings vestra Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra. Samkvæmt heimildum landbúnaðarráðsins stóð til að lækka fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum á þessu ári og taldi ráðið að það yrði til þess að nauðsynlegt viðhald verði í lágmarki. Því mótmælti ráðið harðlega.

Heimild: Matvælastofnun

Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að aðkoma stofnunarinnar að viðhaldi varnargirðinga sé að forgangsraða ráðstöfun fjármuna, hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. „Úthlutun fjár til tiltekinna viðhaldsverkefna hefur ekki verið ákvörðuð fyrir árið 2020 og liggur því ekki fyrir hvaða varnargirðingar fá meira eða minna fé en á síðasta ári. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni.

Áætlað fé til viðhalds varnargirðinga í ár er 45 mkr. Það er ekki skerðing frá því í fyrra. Þá fór kostnaður fram úr áætlun og var alls 48 mkr.

Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...