Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum
Mynd / vefur Austurfrétt
Fréttir 18. mars 2016

Félagasamtök vilja kaupa barna- og leikskólann á Eiðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur falið bæjarstjóra að ræða við tvö félagasamtök í Eiðaþinghá sem vilja kaupa gamla barna- og leikskólann á Eiðum. Félagasamtökin eru Búnaðarfélag Eiðaþinghár og Kvenfélag Eiðaþinghár. Tilboð félaganna tveggja í skólahúsnæðið nemur 23 milljónum króna.
 
Farið var yfir drög að kaupsamningi við félögin á fundi bæjarráðs á dögunum en jafnframt voru lögð fram drög að samningi um afnot af íþróttasvæðinu á Eiðum sem og drög að samningi um fjarvarmaveituna sem staðsett er í húsnæði barnaskólans og lok starfsemi hennar.
 
Á fundinum var bæjarstjóra veitt umboð til að ganga frá og undirrita samningana með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
 
Afnot af íþróttavelli gegn því að hirða hann
 
Í tilboði búnaðarfélagsins og kvenfélagsins er einnig óskað eftir afnotum af íþróttavellinum sem fyrir er á Eiðum gegn því að félögin sjái um að hirða hann.  Völlurinn hefur verið í eigu sveitarfélagsins um árabil, en í umsjá UÍA. Félögin tvö hafa hug á að reka ferðaþjónustu í hluta húsanna sem fyrir eru á staðnum og nýta það að auki sem félagsaðstöðu fyrir nærsamfélagið.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...