Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fánalögin send aftur út til umsagnar
Fréttir 10. desember 2015

Fánalögin send aftur út til umsagnar

Höfundur: smh
Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að lögum um notkun á þjóðfána Íslendinga yrði breytt þannig að heimilt yrði að nota hann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem tillaga um þetta kom fram á Alþingi.
 
Ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi en frumvarpið var endurflutt á yfirstandandi þingi undir lok septembermánaðar síðastliðinn. Eftir fyrstu umræðu fór málið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 14. október. 
 
Frumvarpið hefur nú verið sent út til umsagnar að nýju, en samkvæmt Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, verður ekki skilað inn nýrri umsögn enda sé frumvarpið óbreytt frá síðasta ári.
 
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til notkunar á fánanum á dýraafurðir sem hér eru ræktaðar, hlunnindaafurðir (svo sem æðardún) og nytjajurtir – bæði villtar og ræktaðar. Með breytingunum má nota merkinguna líka á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi, auk þess sem heimild er veitt til nota á matvæli sem eru framleidd hér á landi og hafa verið á markaði í að minnsta kosti 30 ár – þótt hráefnið sé erlent. Dæmi um slíkar vörur væri til dæmis ORA grænar baunir og Royal búðingur. Loks verður heimilt að merkja vörur fánanum sem ekki eru matvörur, en þar er til dæmis átt við vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt.  Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þótt hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. 

Skylt efni: Fánalögin

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...