Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Höfundur: smh

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftinni „Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt.“ Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi.

Markmið vefstofunnar er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar.  

Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla, verður haldinn milli klukkan 14:00 og 16:00 og er öllum opinn. Honum verður streymt á Facebook-síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Vefstofan gefur tóninn fyrir lausnamótið Hacking Norðurland sem hefst í kjölfarið.

Eimur er samstarfsverkefni á Norðausturlandi og vinnur meðal annars að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukningu í nýsköpun í orkumálum.

Í tilkynningu frá Eimi kemur fram að þema fundarins sé „orka-matur-vatn“, sem sé heilög þrenning í sjálfbærni. „Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Hacking Norðurland | Eimur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...