Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Vegna samdráttar á veintingahúsum út af COVID-19 hefur sala dregist mjög saman á nautasteikum frá Írlandi. Með söluherferð á írsku nautakjöti í þrem Evrópulöndum er ætlunin að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins.
Mynd / Bord Bia
Fréttir 19. október 2020

Efnt til söluherferðar á írskum nautasteikum í þrem löndum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samdráttur í ferðamennsku og lokanir veitingastaða valda víðar vanda en á Íslandi vegna COVID-19. Frændur vorir Írar reyna nú að bregðast við miklum samdrætti í sölu á nautasteikum með sölu- og kynningarherferð í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni sem hófst 15. september síðastliðinn. 

Sala til veitingastaða hefur staðið undir þriðjungi af sölu á öllum nautakjötsútflutningi Íra til meginlands Evrópu. Hins vegar hefur sala á írskum steikum til veitingastaða staðið undir um helmingi af söluverðmæti nautakjötsútflutningsins. Steikurnar hafa því verið afar mikilvægar í þessum útflutningi og því hefur spáðum 33% samdrætti á veitingastöðum á þessu ári mikil áhrif á írskan nautakjötsútflutning. 

Herferðin nær til 6.000 verslana 

Það er írska markaðsskrifstofan Bord Bia sem fer fyrir söluherferðinni á írska nautakjötinu í samstarfi við 11 smásölufyrirtæki í Evrópu. Nær það til allt að 6.000 verslana í Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Ætlunin er að efla sölu á írskum nautasteikum í verslunum utan mesta grilltíma sumarsins. Þó steikur séu aðeins um 13% af nautskrokknum, þá hefur salan á steikunum skilað um 33% af verðmæti hvers nautaskrokks.  

Aikish Forde, viðskiptaþróunarstjóri Bord Bia, segir í samtali á vefsíðu AgriLand, að reynt sé að vinna með viðskiptavinum á Evrópumarkaði við að efla neytendamarkað á írsku nautakjöti. 

Fyrsti áfangi stendur út fyrsta ársfjórðung 2021

„Þetta er aðeins fyrsti áfangi í baráttunni sem mun standa út fyrsta ársfjórðung 2021. Við búumst við að fleiri smásöluaðilar í sölu á nautasteikum gangi í lið með okkur og styrki þannig tengsl okkar við evrópska smásöluverslun.“

Kynningar með fjölbreyttum hætti

Á Ítalíu verður, samhliða söluherferð í verslunum, farið í utanhúss kynningarherferð á 200 strætisvagnaskýlum, á 23 stafrænum auglýsingaskiltum og á 72 rútu- og sporvagnastöðvum á lykilstöðum í Mílanó, Bologna og í Róm. Þá verða einnig virkjaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með áherslu á 12 áhrifaleiðtoga á Instagram. Svipaðri aðferðafræði verður beitt í Þýskalandi. 

Skylt efni: Írland

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...