Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Mynd / Steinsmiðja Akureyrar
Fréttir 4. júlí 2023

Bekkir umhverfis Mývatn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.

Hjóla- og gönguleiðin, alls um 36 km löng, á að gera fólki sem velur þann ferðamáta kleift að fara umhverfis vatnið með öruggum hætti en oft og tíðum eru malarvegirnir þröngir og taka illa við mikilli umferð akandi, hjólandi og gangandi. Bekkirnir sem Félag eldri Mývetninga safnar nú fé til að kaupa eru framleiddir hjá Steinsmiðju Akureyrar og er markmiðið að fyrirtæki og einstaklingar kaupi bekki sem verða þá merktir viðkomandi og þeir settir með reglulegu millibili umhverfis vatnið. Tólf bekkir hafa þegar verið pantaðir og verið að koma þeim fyrstu fyrir þessa dagana. Ásdís Illugadóttir í Reykjahlíð heldur utan um verkefnið fyrir hönd félagsins og segist ánægð með viðbrögðin. Hún upplýsir að þegar sé búið að ganga frá um 5 km af stígnum með bundnu slitlagi, frá Reykjahlíð að Geiteyjarströnd og undirbyggja næstu 10 km langleiðina að Skútustöðum. Vegagerðin greiði 80% kostnaðar við stíginn en sveitarfélagið Þingeyjarsveit 20%.

„Við í Félagi eldri Mývetninga hófum átakið með því að gefa tvo bekki á stíginn,“ segir Ásdís. „Við skrifuðum m.a. fyrirtækjum í Mývatnssveit beiðni um að styrkja verkefnið.“ Hún segir um langtímaverkefni að ræða og fleiri bekki vanti til að setja á þá 15 km af stígnum sem séu þegar í augsýn og svo áfram allan hringinn.

Skylt efni: Mývatn

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...