Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 14. janúar 2019

Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa gert samning um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja.

Í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að samræmd jarðfræðikort í nákvæmum mælikvarða, kortlagning jarðminja og skráning þeirra er mikilvæg forsenda vandaðrar áætlanagerðar og ákvarðanatöku í umhverfis-, náttúruverndar- og skipulagsmálum um land allt.

Mikil vöntun hefur verið á jarðfræðikortum í stórum mælikvarða af Íslandi og kveður samningurinn á um útgáfu jarðfræðikorta a.m.k. þriggja landsvæða í mælikvarðanum 1:100.000 á samningstímanum. Þá náist áfangar í kortlagningu a.m.k. tveggja svæða til viðbótar auk þess sem mótuð verði framtíðarstefna um kortlagningu landsins alls.

Náttúrufræðistofnun hefur hafið skráningu á jarðminjum í þar til gerðan gagnagrunn. Fyrir liggur hjá stofnuninni að halda þeirri skráningu áfram þannig að nýta megi hann til að meta verndargildi jarðminjanna á faglegum forsendum. Gerir samningurinn ráð fyrir skráningu 250-300 jarðminja á samningstímanum.

Jarðfræðikortin og upplýsingar um jarðminjar, sem verða til vegna samningsins, verða gjaldfrjáls á rafrænu formi og þannig aðgengileg öllum en gert er ráð fyrir að pappírsútgáfa verði aðgengileg gegn gjaldi.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...