Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alþýðusambandið leggst gegn nýjum búvörusamningum
Fréttir 15. mars 2016

Alþýðusambandið leggst gegn nýjum búvörusamningum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur skorað á Alþingi að hafna nýjum búvörusamningum. Í ályktun sem birt er á vef ASÍ segir að búvörusamningar til næstu tíu ára feli í sér óbreytt ástand og muni ekki bæta hag neytenda. 
 
Skorað er á Alþingi að „taka tillit til sjónarmiða neytenda um aukna samkeppni í landbúnaði og móta sókndjarfa stefnu í landbúnaði sem kæmi öllum til góða, bændum, starfsmönnum í greininni og neytendum“, svo vitnað sé orðrétt í ályktunina. Ályktun Alþýðusambandsins hreyfði við mörgum en meðal annarra brást Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við málflutningi forsvarsmanna ASÍ í tengslum við málið. 
 
ASÍ vill aukinn innflutning búvara
 
Í ályktun ASÍ segir að „… það hafi lengi verið skoðun sambandsins að þörf sé á auknum innflutningi landbúnaðarvara og þar af leiðandi aukinni erlendri samkeppni til að veita aðhald á markaði með íslenskar landbúnaðarvörur, markaði sem einkennist af fákeppni og einokun“. Þessir markaðsbrestir eru sérstaklega sýnilegir í mjólkurframleiðslu, að mati ASÍ, þar sem ríkjandi fyrirkomulag ásamt undanþágu frá samkeppnislögum hefur leitt til þess að stórir framleiðendur hafa kerfisbundið komið í veg fyrir innkomu nýrra aðila á markað og misnotað markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni.
 
Forseti ASÍ úr tengslum við stéttarfélög
 
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslu, kom fram á Facebook í umræðum um ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um búvörusamningana. Eitt af því sem Gylfi gagnrýndi við gerð búvörusamninga var samráðsleysi. Aðalsteinn Baldursson sagði hins vegar að forseti ASÍ hefði ekki haft samráð við stéttarfélög sem hafa innan sinna raða fjölmenna hópa starfsfólks í matvælaiðnaði áður en hann „gaf út þessa ömurlegu yfirlýsingu“. Orðrétt sagði Aðalsteinn svo: „Yfirlýsingu þar sem talað er fyrir auknum innflutningi á landbúnaðarafurðum á kostnað innlendrar framleiðslu. Hann hefur áður talað fyrir því að neytendur sniðgangi íslenskar landbúnaðarvörur þegar bændur hafa farið fram á hækkanir á afurðaverði. Sem formaður í stéttarfélagi með fólk sem á allt undir því að landbúnaður á Íslandi þrífist undrast ég þessi ummæli forseta ASÍ svo ekki sé meira sagt.“
 
Forsætisráðherra sendir tóninn 
 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti pistil 3. mars á vefsíðu sinni, sigmundurdavid.is, þar sem hann gagnrýnir málflutning forseta ASÍ harðlega. Hann furðar sig á því hvað þeir sem síst skyldu atast mikið og lengi í bændum. Hann spyr m.a. hvernig vinnuaðstæður og kjör séu í mörgum þeirra verksmiðjubúa sem ráða verðlagningunni á matvælamarkaði erlendis og hvort það myndi þjóna hagsmunum íslenskra iðnaðarmanna að senda peninga úr landi til starfsmannaleiga, t.d. í Indónesíu. Sigmundur bendir á að búvörusamningar snúist ekki bara um að verja bændur heldur um samvinnu ólíkra stétta. Hann telur að minni stuðningur við innlenda matvælaframleiðslu bæti ekki kjör annarra hópa. „Á endanum myndi það þýða aukið gjaldeyristap og hærri álagningu á hinum innfluttu matvælum eins og menn hafa kynnst í löndum sem gert hafa tilraunir í þessa veru,“ sagði Sigmundur Davíð.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...