Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðastliðin tvö ár vegna Covid-faraldursins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi.

Um samvinnuverkefni er að ræða milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og búnaðar­sambandanna. Í yfirliti um fundaröðina sést að fundað er í flestum sýslum landsins. Gert er ráð fyrir að fundirnir hefjist um leið og hrútaskráin kemur úr prentun, en fyrsti fundur verður mánudaginn 21. nóvember

Hrútafundirnir eru nú aftur komnir á dagskrá eftir tveggja ára hlé.

Fyrsta skipti hrútar með ARR-arfgerð

Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er markmið hrútafundanna að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. „Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í nokkurn tíma.

Það má segja að hrútakosturinn í ár marki ákveðinn tímamót þar sem nú verður í fyrsta skipti boðið upp á hrúta með hina svokölluðu ARR­arfgerð – sem er verndandi gegn riðuveiki – og hrúta með breytileikann T137, sem miklar vonir eru bundnar við að veiti einnig vernd. Alls verða 19 hrútar í vetur sem bera arfgerðir sem bundnar eru vonir við að séu lítið næmar eða verndandi, en rannsóknir á því eru í gangi. Hugsanlega verður hægt að greina frá niðurstöðum á fundunum, úr fyrstu rannsóknum á samanburði á næmleika mismunandi arfgerða fyrir riðuveiki,“ segir Eyþór.

Forystuhrúturinn, Frakki frá Holti í Þistilfirði, er nýr á sæðingastöð.

Hrútakosturinn samanstendur af 47 hrútum

Að sögn Eyþórs verða 23 nýir hrútar kynntir, en í heildina samanstendur hrútakosturinn af 47 hrútum á sæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi.

„Þá verður að finna eitthvað fræðsluefni í skránni, meðal annars grein um erfðagallann bógkreppu,“ segir hann.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...