Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Fréttir 7. júlí 2021

Afhendingaröryggi eykst með öflugustu stöðinni í dreifikerfi RARIK

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ný og stærri aðveitustöð RARIK á Sauðárkróki hefur verið tekin í notkun og var spennusett frá flutningskerfi Landsnets í byrjun júní. Hún verður jafnframt öflugasta aðveitustöðin í dreifikerfi RARIK. Um leið eykst til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Dreifikerfi RARIK í Skagafirði tengist flutningskerfi Landsnets bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fram til þessa hefur afhendingin á Sauðárkróki verið um einfalda línu Landsnets, en fer nú um tvær tengingar frá tengivirkinu í Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK tengist dreifikerfinu síðan um þrjá aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um er að ræða framkvæmdir fyrir um 370 milljónir. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK.

Stærri og fleiri spennar

Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki eru fleiri og öflugri spennar en fyrir voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt verður að reka innanbæjarkerfið á Sauðárkróki og sveitirnar í kring á hvorum hinna stóru spenna fyrir sig og má því segja að komin sé tvöföld tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin er með tenging við aðveitustöðina í Varmahlíð. Þar er nú verið að setja hluta Glaumbæjarlínu í jörð.

Rafmagnsleysi heyrir sögunni til

Undirbúningur þessa verks hefur staðið lengi og verið í góðu samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn var prufukeyrður með góðum árangi áður en spennu var hleypt á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er nýr jarðstrengur sem tengist nýju tengivirki Landsnets í Varmahlíð og í kjölfarið var nýja tengivirkið á Sauðárkróki spennusett. Samhliða þessu hefur RARIK endurnýjað nánast allan búnað sinn í tengivirkinu í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu 2 hefur 66kV jarðstrengur verið lagður til viðbótar 66kV loftlínu sem fyrir var og því ættu óveður ekki lengur að valda rafmagnsleysi á svæðinu. Spennusetning nýrrar og stærri aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki er síðan þriðji hlekkurinn í þessari endur­bóta­keðju.

Ánægjulegur áfangi

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir á vefsíðu félagsins að endurbæturnar í Skagafirði séu ánægju­legur áfangi í auknu afhend­ingar­öryggi raforku á svæðinu.

„Það hefur verið vaxandi orkuþörf í takti við aukna uppbyggingu í Skagafirði og því mikilvægt að styrkja orkuflutning og dreifingu á svæðinu, en ekki síður að auka afhendingaröryggið. Við vonum að truflanir á raforkuafhendingu heyri brátt til algjörra undantekninga en þær hafa verið of algengar á síðustu árum. Því er ástæða til að óska Skagfirðingum til hamingju á þessum tímamótum,“ segir Tryggvi Þór.

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...