Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Fréttir 6. febrúar 2014

Aðsóknarmet slegið í Hörpu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Setning búnaðarþings fór nú í fyrsta skipti fram í Hörpunni síðastliðinn laugardag,  en venjan hefur verið sú setningarathöfnin fari fram í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir í húsinu í tengslum við setningu búnaðarþingsins og mættu 30 þúsund manns á þá viðburði sem er aðsóknarmet í Hörpu. 

Í tengslum við setninguna var Matarmarkaður ljúfmetis-verslunarinnar Búrsins haldinn á jarðhæð Hörpunnar og vélasalar voru mættir með dráttarvélar og tæki til sýnis. Sauðfjárbændur buðu gestum og gangandi upp á grillað lambakjöt úr grillvagni Landssamtaka sauðfjárbænda og hægt var að kaupa eðal nautahamborgara úr hamborgarabílnum Tuddanum frá félagsbúinu að Hálsi í Kjós. Þá stóð kokkakeppni Food & Fun hátíðarinnar yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og setning Búnaðarþings fór fram. Vakti þetta nýja snið búnaðarþings mikla athygli og mættu 21 þúsund gestir  á viðburði í og við Hörpuna á milli klukkan 11 og 18 á  laugardeginum og 9.000 til viðbótar komu á matarmarkaðinn á sunnudeginum eða samtals 30 þúsund manns. Er það fyrir utan fjölda fólks sem mætti á aðra atburði í Hörpunni utan þessa tíma. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...