Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Gulræturnar frá Ósi eru komnar með lífræna vottun.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 11. maí 2020

Aðlögunarstyrkir fyrir lífræna framleiðslu geta numið helmingi af kostnaði

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur auglýst styrki lausa til umsóknar vegna aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Þetta er í fjórða sinn sem styrkirnir eru veittir með núverandi sniði, en um styrkina var samið í búvörusamningunum sem tóku gildi 1. janúar 2017 og var fjármagn til þessa þáttar aukið til muna miðað við fyrri samning.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er heildarfjárhæð til úthlutunar um 35 milljónir króna á ári. „Ekki er unnt að segja til um hve margir geti fengið styrki hverju sinni, það fer eftir áætluðum aðlögunarkostnaði. Sjá fjölda styrkhafa í 1. töflu. Á þessum árum hafa 7 framleiðendur fengið styrki og hefur alls verið úthlutað tæpum 44 milljónum króna á þessum þremur árum.“

Meðalstyrkupphæð er um fjórar milljónir

„Stuðningur við hvern framleiðanda getur að hámarki numið 50 prósentum af árlegum aðlögunarkostnaði með tilliti til umfangs aðlögunar. Hver framleiðandi getur þó ekki fengið hærra framlag árlega en 20 prósent af heildar­framlögum stuðningsins samkvæmt fjárlögum. Sá framleiðandi sem hefur fengið hæsta úthlutun samanlagt hefur fengið 13.619.268 kr. á tveimur árum. Meðalupphæð styrkja er um fjórar milljónir króna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2020. Sótt er um í Afurð (www.afurd.is ), greiðslukerfi landbúnaðarins. Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í ágúst 2020. 

Lífræn framleiðsla - aðlögunarstuðningur

 

Ár

Á

fjárlögum

Veittur

stuðningur

Samþykktar umsóknir

2017

35.013.409

3.231.250

1

2018

35.305.720

21.266.404

4

2019

37.227.391

19.470.545

6

2020

37.611.460

 

 

 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...