Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgerðaáætlun matvælastefnu
Fréttir 20. september 2024

Aðgerðaáætlun matvælastefnu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðgerðaáætlun matvælastefnu var gefin út á þriðjudaginn, 10. september.

Hún byggir á matvælastefnu til ársins 2040 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023 og hefur þríþættan tilgang; vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.

Heildaráætlunin samanstendur af fjórum sértækum aðgerðaáætlunum; landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt, aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu, stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis og sjávarútvegsstefnu. Þær þrjár síðasttöldu eru sagðar enn í vinnslu.

Aðgerðir þvert á undirstefnur

Einnig eru aðgerðir sem liggja þvert á aðrar undirstefnur, sem einnig eru í vinnslu eða fyrirhugað að ráðast í.

Þær eru: söfnunarkerfi fyrir dýraleifar, stöðumat markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni, mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegra aðfanga vegna matvælaframleiðslu, matvælaeftirlit verði samræmt og árangur af stuðningi Matvælasjóðs verði mældur.

Heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins

Aðgerðaáætluninni er skipt upp í sex efnishluta og í umfjöllun um sjálfbærni matvælaframleiðslu segir að í drögum að aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu eigi að hefja vinnu við heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins en núgildandi búvörusamningar renna út árið 2026.

Við mótun nýs stuðningskerfis verði horft til þess að aukin áhersla verði á loftslagsmál og samdrátt í losun frá landbúnaði í samræmi við markmið landbúnaðarstefnu. Enn fremur að unnið verði að því að móta gæðakröfur vegna lífræns áburðar í fóður- og matvælaframleiðslu.

Í efnishlutanum um fæðuöryggi eru nefnd nokkur stefnumið; að stoðir fæðukerfa og fæðuöryggis verði styrktar með því meðal annars að styðja við nýsköpun í matvælaframleiðslu og stuðla að aukinni sjálfbærni innlendrar framleiðslu með tilliti til aðfanga auðlindanýtingar og hringrásarhagkerfis. Að áhersla verði lögð á að minnka losun vegna matvælaframleiðslu og auka framleiðslu matvæla með lágu kolefnisspori, sem byggist á lífsferilsgreiningu og mati á kolefnisspori framleiðslunnar.

Aðgerðaáætlunin nær til næstu fimm ára, verður endurskoðuð árlega og uppfærð eftir þörfum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f