Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Viðbragðsaðilar telja að húsbruninn hafi átt uppruna sinn í vélbúnaði á þaki byggingarinnar. Eldveggur kom í veg fyrir að svín í öðrum hlutum hússins hlutu skaða.
Mynd / Ingvar Sigurðsson
Fréttir 9. febrúar 2023

200 svín drápust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Eldur kom upp á svínabúi á Skriðulandi í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu. Samkvæmt upplýsingum virðist bruninn hafa einskorðast við þak í syðsta brunahólfi þrískipts húss. Þar biðu um 200 grísir bana, en talið er að þeir hafi kafnað í reyk.

Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnvetninga, segir að viðbragðsaðilar hafi fengið útkall í fyrsta forgangi klukkan 5:38 að morgni mánudagsins 6. febrúar vegna bruna í útihúsum á Skriðulandi.

„Þegar við komum á vettvang var eldur læstur í þaki í einum þriðja hluta hússins. Þar var allt reykfyllt og ljóst að dýrin sem væru þar inni væru ekki lífs. Þá einbeittum við okkur að því að verja hina tvo hluta hússins,“ segir Ingvar. Umrædd bygging er fyrir grísaeldi og er henni skipt niður með eldvarnarveggjum.

Allt tiltækt lið frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga, eða um 15 slökkviliðsmenn, voru kallaðir á vettvang af bakvakt.

Þrír slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Skagafjarðar léttu undir bagga. Stjórn náðist á eldinum um klukkan átta og var stórtæk vinnuvél fengin til að rífa þakið svo slökkviliðið gæti fundið eldhreiður. Lögregla fékk vettvanginn afhentan um klukkan ellefu.

Ingvar leiðir líkum að því að upphaf brunans megi rekja til vélbúnaðar sem er í þakinu, t.a.m. viftur. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og ekki hægt að fullyrða um orsök að svo stöddu.

Samkvæmt Vilhjálmi Stefánssyni, lögreglufulltrúa á Blönduósi, eru næstu skref að fara inn í byggingarnar til að skoða aðstæður og kanna þá hluti sem lögreglan telur líklega orsakavalda. Sé þess þörf mun lögreglan á Norðurlandi vestra leita eftir aðstoð frá tæknideild LRH. „Brunahólfin héldu svo vel að svínin voru róleg í hinum hlutum hússins,“ segir Vilhjálmur, en greinilegt sé að húsið sé vel byggt.

Skylt efni: Eldsvoði | svínabú

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...