Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar
Líf og starf 8. desember 2020

Megintilgangurinn að breiða út fegurð sauðkindarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi í Aðaldal, er komið út og er það í sjöunda sinn sem hann sendir frá sér sérstakt lambadagatal.

Ragnar hefur veg og vanda að útgáfunni líkt og undanfarin ár, hann tekur flestar myndanna á búi sínu í Sýrnesi og vinnur að auki við uppsetningu og hönnun dagatalsins, sér um fjármögnun þess og dreifingu. Samkvæmt venju eru ljósmyndirnar teknar á sauðburði frá árinu áður, þ.e.a.s. á Lambadagatali 2021 eru allar myndirnar teknar á sauðburði 2020 og endurspegla því líka veðurfarið á þeim árstíma.

Fallegt með þjóðlegum fróðleik

Að venju prýða dagatalið stórar andlitsmyndir af fallegum, marglitum, nýlega fæddum lömbum í náttúrulegu umhverfi. Dagatalið er í A4 stærð og er hver mánuður á einni blaðsíðu. Það er gormað með upphengju og því auðvelt að hengja það upp þar sem hentar. Á það eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar. Einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Dagatalið er því ekki bara fallegt heldur líka  gagnlegt með sínum þjóðlega fróðleik. 

Finn velvild í garð sauðfjárbænda

Lambadagatölin hafa hlotið góðar viðtökur undanfarin ár og vinahópur Facebook-síðunnar Lamba Lamb er nú rétt að ná þúsund manns. Útgáfan hefur verið fjármögnuð á Karolina Fund þar sem þau eru keypt í forsölu. Að sögn Ragnars er megintilgangur útgáfunnar „að breiða út sem víðast, fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar. Það er líka mjög svo skemmtilegt og gefandi að standa í þessu og finna þá miklu velvild sem er meðal fólks til okkar sauðfjárbænda og íslensku sauðkindarinnar en hún hefur fætt okkur og klætt í gegnum aldirnar og án hennar værum við ekki til sem þjóð í dag,“ segir hann. 

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...