Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gróðursetningardagur mótorhjólafélaganna sem standa að Mótorhjólaskógi, sem spannar stórt svæði við Heklu.
Gróðursetningardagur mótorhjólafélaganna sem standa að Mótorhjólaskógi, sem spannar stórt svæði við Heklu.
Mynd / HLJ
Líf og starf 13. júlí 2022

Kolefnisjafnaður reynsluakstur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hjörtur L. Jónsson skrifaði vinsælar greinar um ökutæki og reynsluakstur í 299 tölublöð Bændablaðið. Skipti engu hvort um var að ræða bíla, traktora, mótorhjól, fjórhjól eða önnur faratæki.

Hjörtur L. Jónsson, mótorhjólakappi og skógræktarmaður

Að sögn Hjartar fylgir reynslu­akstri mengun eins og öðrum akstri. Hjörtur átti hugmyndina að skógrækt mótorhjólamanna við Heklurætur.

Í pistlum sínum nefndi Hjörtur aldrei að hann hefur frá 2009 kolefnisjafnað alla sína keyrslu, að vísu ekki í nafni Bændablaðsins heldur í nafni Slóðavina, mótor­ hjólaklúbbsins sem hann er í. Það sem áður var gróðurlaus auðn kallast í dag Mótorhjólaskógur.

Slóðavinir í samstarf við Hekluskóga

„Vorið 2009 hófu félagar í Ferða­ og útivistarfélaginu Slóðavinum samstarf með Hekluskógum í að dreifa áburði á landsvæði rétt suður af Sultartangalóni sem kallast Vaðalda. Aðkoma á svæðið er erfið og því tilvalin fyrir Slóðavini sem eiga fjórhjól, sexhjól og torfærumótorhjól.“

Í framhaldi af því dreifðu Slóðavinir áburði á Vaðöldu og gróðursettu birki í þrjú vor á svæðinu.

Áburðarsekkjum landað við skógræktarsvæði mótorhjólamanna.

Fimm mótorhjólafélög bætast við

Vorið 2011 fékk Hjörtur þá flugu í höfuðið að gera enn betur og bar upp hugmyndina við Hrein Óskarsson, þáverandi verkefna­ stjóra Hekluskóga.

„Hugmyndin gekk út á að Slóða­ vinir héldu áfram að græða upp Vaðöldu, en að bjóða öðrum mótor­ hjólafélögum að græða upp 500 sinnum 500 metra reiti norður frá veginum þar sem Landvegur endar og skiptir í Sprengidalsleið eða Þjórsárdalsveg.

Hjörtur bauðst til að stjórna verkinu fyrir hönd mótorhjólamanna í samstarfi við verkefnastjóra Hekluskóga í tíu ár, betla áburð og koma honum í vegkantinn á svæði hvers félags.

„Í dag taka fimm mótorhjóla­ klúbbar þátt í verkefninu. Slóðavinir sinna Vaðöldu og talið frá Þjórsár­ brú er fyrstur reitur BMW klúbbsins, síðan koma Skutlur kvennaklúbbur og svo er sameiginlegur reitur allra félaganna.

Þar fyrir austan eru HOG Íslandi, Harley Davidson eigendur, svo kemur auður reitur og síðan reitur Endurvinnslunnar og austast er reitur Gaflara úr Hafnafirði.“

Mæting í gróðursetningu er góð.

Mótorhjólaskógur

„Til að vera sem mest skapandi og óháð Hekluskógum betluðum við áburð af nokkrum fyrirtækjum. Markmiðið var að fá sex stórsekki árlega til að hvert félag fengi einn sekk og sameiginlegi reiturinn líka. N1 hefur alltaf lánað vörubíl með krana til að flytja áburðinn á staðinn.

Samstarfið hófst formlega með lítilli athöfn á miðju svæðinu þann 19. maí 2012 þegar hvert félag plantaði einu reynitré. Trén voru á bilinu 40 til 60 sentímetrar á hæð og fékk svæðið heitið Mótorhjólaskógurinn. Núna, tíu árum seinna, hefur hvert félag dreift um 600 kílóum af áburði í sinn reit og plantað þar um 500 birkiplöntum og eru fyrstu reynitrén flest orðin yfir tveir metrar.

Á hverju ári er svo sameiginlegur landgræðsludagur seinni hluta maí og áburðinum ekið á staðinn og pokarnir hífðir í vegkantinn. Verkefnastjóri Hekluskóga kemur svo með birkiplöntur og geispur til að planta trjám.“

Upplýsingaskilti Mótorhjólaskógar.

30.000 trjáplöntur á tíu árum

Hjörtur segir að fyrstu árin hafi Skeljungur, Olís og Ölgerðin gefið allan áburðinn og N1 lánaði bíl til að flytja hann. „Betlið varð erfiðara með tímanum og var því sótt um styrk í Pokasjóði til áburðarkaupa. Við fengum styrkinn en tímdum ekki að nota hann og ákváðum bara að gerast grimmari í betlinu.

Í staðinn notuðum við styrkinn til að láta gera upplýsingaskilti um reit hvers félags og kynna þá sem gefa okkur áburð og eftir það gekk miklu betur að fá gefins áburð.

Núna tíu árum eftir að við hófum samstarfið erum við búin að planta yfir 30.000 plöntum og bera á um 35 tonn af áburði og svæðið norðan við veginn ber þess greinileg merki því á sumrin er allt þar að mestu grænt fyrir en óttaleg gróðursnauð fyrir sunnan veg,“ segir Hjörtur L. Jónsson sem er til alls líklegur.

Skylt efni: mótorhjólaskógur

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...