Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flateyri við Önundarfjörð. Þessi mynd var tekin í sumar af innri leiðigarðinum ofan við þorpið. Eins og sjá má af stefnu garðsendans var honum aldrei ætlað að verja höfnina á Flateyri fyrir snjóflóði eins og féll þar rétt fyrir miðnætti þann 14. janúar sí
Flateyri við Önundarfjörð. Þessi mynd var tekin í sumar af innri leiðigarðinum ofan við þorpið. Eins og sjá má af stefnu garðsendans var honum aldrei ætlað að verja höfnina á Flateyri fyrir snjóflóði eins og féll þar rétt fyrir miðnætti þann 14. janúar sí
Mynd / HKr.
Skoðun 24. janúar 2020

Skattheimtuskandall

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Eftir mannskæð snjóflóð á Flateyri og í Súðavík árið 1995 var ákveðið að gera stórátak í að verja byggðir í landinu fyrir ofanflóðum. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lagði fram frumvarp til laga á Alþingi 1996 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Það snerist einfaldlega um það að búa til sjóð til að standa straum af kostnaði við að verja mannslíf og eignir fólks sem býr við hættulegar aðstæður. 
 
Samkvæmt lögunum áttu allir húseigendur að greiða sérstakt gjald sem átti að renna til uppbyggingar varnarmannvirkja. Gjaldið var ákveðið 0,3% af vátryggingarverðmæti húsa sem innheimt er af tryggingarfélögum ásamt iðgjaldi til Viðlagatryggingar Íslands. Það hefur síðan runnið sem markaðar tekjur í ríkissjóð sem eingöngu eru ætlaðar til  þessa verkefnis. Í lögunum segir síðan að árlegt framlag á fjárlögum verði í samræmi við framkvæmdaáætlun sem lögð skal fram við gerð fjárlaga hverju sinni. 
 
Ofanflóðasjóður var settur í forræði umhverfis­ráðherra, en ofanflóðanefnd var sett á laggirnar 1996 og starfaði í umboði hans. Hlutverk nefndarinnar hefur m.a. verið að forgangsraða framkvæmdum í samráði við viðkomandi sveitarfélag og Veðurstofu Íslands. 
 
Í stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á löggjafarþinginu 2017–2018 lagði fjármála- og efnahagsmálaráðherra hins vegar til að fjöldanum öllum af sérmörkuðum skatttekjum yrði breytt á þann hátt að sérmarkanirnar, sem voru notuð sem rök fyrir gjaldtökunni í upphafi, yrðu útmáðar. Gjöldin rynnu sem sagt í ríkishítina og þar með hyrfi um leið slóð þeirra og gagnsæi í meðferð þessara tekjustofna. 
 
Ávinningur af samþykkt frumvarpsins var sagður felast í einföldun reikningsskila, en ekkert sértækt mat hafði farið fram á áhrifum frumvarpsins á stjórnsýsluna enda voru þau fyrst og fremst sögð bókhaldsleg.
 
Auk gjaldsins í Ofanflóðasjóð var um að ræða bensíngjald sem hefur verið markað til vegagerðar að frádreginni 0,5% innheimtuþóknun til ríkissjóðs. Hið sama á við um gjöld sem innheimt eru samkvæmt lögum um olíugjald og kílómetragjald og vitagjald sem reiknað er sem hlutfall af stærð skipa sem taka höfn hér á landi. Þá má nefna útvarpsgjald, gjöld til að standa straum af öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, byggingaröryggisgjald og margt fleira. 
 
Þessi gjörningur var svo samþykktur á Alþingi Íslendinga þann 9. maí 2018 af 75% þingmanna. Þar sögðu 50 já, 2 greiddu ekki atkvæði, 3 höfðu tilkynnt lögmæta fjarvist og 8 voru fjarverandi, en nákvæmlega enginn sagði NEI! 
 
Svo þykjast stjórnmálamenn vera hissa á að peningar sem húseigendur hafa borgað í góðri trú til ofanflóðavarna hafi verið notaðir um langt árabil í allt annað. Auðvitað ber svo enginn ábyrgð á málinu.
 
Ljúka átti verkefninu 2010, en ljóst er að peningarnir hafa verið notaðir í annað árum saman. Því var teygt á lopanum með framkvæmdir til 2020 og nú er fyrirséð að algjör óvissa er með verklok, sem geta teygst um marga áratugi að óbreyttu. 
 
Vissulega er mörg matarholan og margt þarf að greiða en er það verjandi að gjald sem tekið er af skattgreiðendum og ákveðið með lögum að renna eigi til tiltekins verkefnis, fari í annað? Sér í lagi þegar um er að ræða háalvarlegt öryggismál eins og ofanflóðavarnir sem og vegabætur? Nú horfum við upp á nær daglegar fréttir af hörmulegum slysum á þjóðvegum landsins. Þar hafa heldur ekki verið notaðir milljarðatugir af sérmerktum tekjum árum og jafnvel áratugum saman.   – Ætli nokkur beri ábyrgð á því? 
Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni