Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Öflug liðsheild
Mynd / HKr.
Skoðun 17. desember 2020

Öflug liðsheild

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Nú er senn að líða að lokum þessa árs sem verður væntanlega minnst sem COVID-19 árið þar sem meira og minna allt samfélagið var sett í dvala. Allt rekstrarumhverfi fyrirtækja og frumframleiðenda sett í hægagang. 

Umtalsverð vinna hefur verið unnin hér innan Bændasamtakanna sem tengist þessari veiru bæði í leiðbeiningum til frumframleiðenda og afurðastöðva í landbúnaði. Ég vil þakka öllum þeim starfsmönnum innan Bændasamtakanna, búgreinafélaga og afurðastöðva fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. Það er mikils virði að hafa í samstarfi svo öfluga liðsheild sem vinnur að hag bænda öllum stundum. 

Neyslumynstur breyttist á svipstundu

Það verður ekki undanskilið í upptalningu verkefna á árinu að nefna tolla og samningsins við Evrópusambandið. Mikil vinna hefur farið fram á árinu að fá hið opinbera til að bregðast við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag með fækkun ferðamanna, lokunum á veitingastöðum og samkomubanni sem leyfa ekki að haldin séu stórafmæli, fermingar með stórfjölskyldunni, brúðkaup með stórveislum og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta breytt neyslumynstri heillar þjóðar á svipstundu. 

Framleiðsla landbúnaðarvara hefur haldist sem betur fer óhindruð en afsetning afurðanna verið með breyttu sniði. Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið óbreyttur þrátt fyrir þessar gríðarlegu breytingar á markaði. Það hefur verið leitast við að benda ráðamönnum á þessa stöðu og áhyggjur okkar af birgðasöfnun á íslenskum landbúnaðarvörum, bæði á frysti og eins á fæti hjá mörgum bændum. Það er von mín að íslensk stjórnvöld fari í það verkefni að endurskoða samninginn við Evrópusambandið með hag landbúnaðar að leiðarljósi og ekki síður vegna útgöngu Breta úr sambandinu. 

Gróska í íslenskum landbúnaði

Miðvikudaginn 16. desember var fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði, en ég hef fengið að taka þátt í stjórn þess sjóðs sem hefur verið mjög athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Ekki síst að sjá hversu gríðarleg gróska er í verkefnum tengdum íslenskum landbúnaði og nýsköpun á þeim vettvangi. Ég vil óska þeim aðilum sem fengu úthlutun úr sjóðnum til hamingju og treysti því að við sjáum enn fleiri umsóknir á vordögum 2021 þegar auglýst verður aftur eftir umsóknum í sjóðinn. Ég vil hvetja alla sem hafa hugmyndir um nýsköpunarverkefni að skoða tækifærin sem felast í þessum sjóði. 

Mikil tækifæri fyrir landbúnað

Matvælastefna var kynnt í síðustu viku, þar eru einnig mikil tækifæri fyrir landbúnað að nýta þær áherslur sem þar eru lagðar fram. Ég vil hvetja alla framleiðendur matvæla til að kynna sér það sem þar er lagt fram og nýta sér til framdráttar í sinni framleiðslu. Ég fagna því mjög að loksins er komin matvælastefna til lengri tíma sem nýtast mun framleiðendum og neytendum. Það var löngu orðið tímabært að fá þetta fram svo allir stefni að sameiginlegu markmiði að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar.

Sigurði Eyþórssyni þökkuð góð störf

Á stjórnarfundi Bændasamtakanna sem haldinn var þriðjudaginn 15. desember síðastliðinn óskaði Sigurður Eyþórsson eftir því að ljúka störfum sem framkvæmdastjóri fyrir Bændasamtökin frá og með næstu áramótum. Ég vil koma á framfæri þökkum til Sigurðar fyrir hans störf í þágu Bændasamtakanna og bænda og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum vil ég óska ykkur tryggu lesendum blaðsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu sem er að líða. 

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni