Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt ár og aukin tækifæri
Mynd / HKr.
Skoðun 14. janúar 2021

Nýtt ár og aukin tækifæri

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í upphafi vil ég færa lesendum kveðjur um gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið og samvinnuna á árinu 2020. Á nýju ári er nauðsynlegt að horfa til framtíðar og þeirra möguleika sem búa í íslenskum landbúnaði. 

Matvælastefna og nýliðun í landbúnaði

Matvælastefna hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Það er okkar von að hún verði staðfest á vorþingi, en það eru tímamót að gerð er matvælastefna fyrir íslenska þjóð. Í stefnunni eru ýmis tækifæri fyrir landbúnað til framdráttar og aukinnar nýsköpunar. Við hvetjum til þess að Bændasamtökin fái aðkomu að útfærslum á þeim leiðum sem upp eru taldar í matvælastefnunni sem snýr að landbúnaði og afurðafyrirtækjum bænda. Nauðsynlegt er að við gerð landbúnaðarstefnunnar, sem nú er í vinnslu í ráðuneyti landbúnaðarmála, verði áhersluatriði í takti við það sem fram kemur í matvælastefnunni. 

Með umsögn sinni um matvælastefnuna hafa ungir bændur bent á nauðsyn þess að skýra hvernig nýliðun verði viðhaldið í íslenskum landbúnaði. Við endurskoðun rammasamnings í landbúnaði sem er í vinnslu þessa dagana hefur verið kallað eftir auknum fjármunum til stuðnings við bændur til kynslóðaskipta í greininni en lítill skilningur hefur verið af hendi ríkisvaldsins í þeim málum. Það er von mín, að með nýrri landbúnaðarstefnu, verði skýr sýn okkar til framtíðar hvernig við tryggjum nýliðun í landbúnaði. Innan stjórnar Byggðastofnunar hafa þessi mál verið á dagskrá og með nýjum lánaflokki til landbúnaðar er sérstakur flokkur sem er hugsaður til stuðnings þess að nýliðun geti gengið eftir. Ég vil hvetja unga bændur til að kynna sér möguleikana sem felast í þessum lánum á heimasíðu Byggðastofnunar. 

Aðstoð til bænda við styrkumsóknir

Nú á næstu mánuðum (lok febrúar – byrjun mars) mun Matvælasjóður auglýsa eftir  umsóknum um styrki í sjóðnum. Ég vil hvetja frumframleiðendur til að kynna sér möguleika á að sækja sér styrki til nýsköpunar og eða markaðssetningar á sínum vörum. Á næstu dögum munu Bændasamtökin kynna möguleika fyrir bændur með leiðbeiningar og aðstoð við styrkumsóknir sem mun verða okkar félagsmönnum til boða. En það verður kynnt sérstaklega þegar umgjörðin er tilbúin. Þá erum við ekki einungis að horfa til Matvælasjóðs heldur einnig Sóknaráætlana landshluta og fleiri sjóði þar sem hægt er að sækja um styrki fyrir allt það frábæra starf sem á sér stað úti um allt land.

Tollasamningur endurskoðaður

Utanríkisráðherra hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Það er mikið fagnaðarefni að við séum komin á þann stað og vonum að viðræður milli aðila verði landbúnaði hliðholl þar sem samningurinn sem gerður var 2016 hefur haft gríðarleg áhrif á íslenskan landbúnað þar sem magnið af vörum á tollkvótum er í hróplegu ósamræmi við stærð markaða. En eins og við höfum haldið fram á undanförnum misserum þá eru tollar og eftirfylgni þeirra hluti af starfsumhverfi landbúnaðar, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. 

Það eru nefnilega víða möguleikar í íslenskum landbúnaði og til þess að þeir raungerist þarf samtalið milli bænda, stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila að vera stöðugt og ábatasamt fyrir alla hlutaðeigandi aðila. Við horfum því bjartsýn fram á veginn og höldum áfram að vinna að heilindum fyrir íslenskan landbúnað. Nýtt ár skapar ný tækifæri. 

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...