Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsemi RML – Annar hluti
Lesendarýni 11. ágúst 2022

Starfsemi RML – Annar hluti

Höfundur: Karvel Karvelsson, framkvæmdarstjóri RML.

Í síðasta Bændablaði fjallaði ég almennt um rekstur RML, en starfsemin er gríðarlega fjölbreytt og því ekki hægt að gera henni skil í stuttri grein.

Karvel Karvelsson.

Ég mun því fara yfir einstaka fagsvið og verkefni í næstu greinum hér í Bændablaðinu. Í þessari grein verður fjallað um fagsvið búfjáræktar og þjónustu en tvo fagsvið eru í fyrirtækinu auk fjármála og tæknisviðs. Þrátt fyrir að fyrirtækinu sé sviðskipt þá er það einungis til hagræðingar stjórnunarlega séð en starfsfólk vinnur iðulega þvert á svið í sinnu vinnu.

Á búfjárræktar- og þjónustusviði eru stærstu verkefni tengd ræktunarstarfi, þjónustu við skýrsluhaldskerfin og ýmis verkefni því tengd. Grunnurinn liggur í þeim lögbundnu verkefnum sem snúa að ræktun íslensku búfjárkynjanna og eru að stórum hluta unnin af framlögum rammasamnings en þeim fylgja einnig tengd verkefni sem snúa að ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga í tengslum við ræktunarstarfið.

Gagnasöfnun

Gagnasöfnun er grundvöllur ræktunarstarfsins. Gögnin sem liggja til grundvallar ræktunarstarfi í íslensku búfjárkynjunum koma annars vegar inn frá búfjáreigendum sjálfum í gegnum afurðaskýrsluhald og hins vegar með búfjárdómum sem eru framkvæmdir á vegum RML.

Í nautgriparækt eru dómar á kvígum á fyrsta mjaltaskeiði veigamikill hluti afkvæmadóma þeirra nauta sem koma til greina til framhaldsnotkunar og árlega skoðar starfsfólk RML á milli sex og sjö þúsund kvígur. Mikilvægast er að ná nægilegum fjölda kvígna undan óreyndum nautum til að ná ásættanlegu öryggi á byggingareiginleika sem skipta máli í ræktunarstarfinu. Kvíguskoðanir eru fjármagnaðar af nautgriparæktarsamning en 3% af þeim lið sem ætlað er til kynbótastarfs er ætlað til þessara skoðana, eða tæpar sjö milljónir.

Í hrossarækt eru kynbótadómar grundvöllurinn að útreikningum kynbótamats. Árlega dæmir starfsfólk RML og/eða verktakar á okkar vegum um um fjórtán hundruð hross en það segir þó ekki alla söguna því ræktunarstarf íslenska hestsins hefur þá sérstöðu að það er alþjóðlegt verkefni þar sem RML er í góðu samstarfi við FEIF, bæði hvað varðar samræmda kynbótadóma á íslenskum hrossum, burtséð frá því í hvaða landi þau koma til dóms en ekki síður hvað varðar rekstur og þjónustu Worldfengs sem er í eigu Bændasamtakanna en forritaður, rekinn og þjónustaður af RML í samstarfi við FEIF.

Búfjárdómar í sauðfjárrækt eru einnig stórt verkefni. Á hverju hausti dæmir og sónarskoðar starfsfólk RML og verktakar á milli sextíu og sjötíu þúsund lömb um allt land. Fyrst og fremst gegna lambadómar því hlutverki að aðstoða sauðfjárbændur annars vegar við ásetningsval og hins vegar að skera úr um hvaða lambafeður séu bestir til framræktunar á búinu í gegnum afkvæmarannsóknir en um leið gefa dómar á lömbum okkur mikilvægar viðbótarupplýsingar um sameiginlega ræktunargripi sem eru þeir hrútar sem eru í boði til sæðinga í hvert sinn.

Reglulegir kynbótaútreikningar í nautgriparækt, sauðfjárrækt og hrossarækt byggja á áðurnefndum gögnum sem koma inn í gegnum afurðaskýrsluhald annars vegar og búfjárdóma hins vegar. Útreikningar kynbótamats í íslenskum búfjárkynjum byggja á BLUP aðferðafræðinni sem innleidd hefur verið inn í ræktunarstarf hérlendis. Á þeim grunni byggjum við en mikilvægt er að við séum meðvituð um bestu mögulegu aðferðafræði og rannsóknir hverju sinni.

Ráðgjöf

Gott dæmi um þróun í ræktunarstarfi er það sem hefur átt sér stað í nautgriparæktinni síðustu ár, mat á hagrænu vægi eiginleika, innleiðing mælidagalíkans og einkunn fyrir frjósemi sem byggir á sæðingagögnum er gott dæmi um slíkt. Metnaðarfullt verkefni er snýr að innleiðingu erfðamengisúrvals í nautgriparækt mun án efa vera fordæmi fyrir aðrar samsvarandi verkefnum í öðrum búgreinum..

Erfðatækni gegnir stóru hlutverki í kynbótastarfi nútímans þar sem greining á erfðamengi gripa spilar stórt hlutverk. Stórt og mikilvægt skref var tekið með samningi við Matís um erfðagreiningar í nautgriparækt sem einfaldar alla umgjörð um innleiðingu erfðamengisúrvals í nautgriparækt. Erfðagreiningar í sauðfjárrækt og hrossarækt skila einnig mikilvægum upplýsingum inn í ræktunarstarfið og í því samhengi má nefna greiningar á skeiðgeni í hrossarækt og stór verkefni varðandi greiningar á næmi fyrir riðusmiti í íslenska sauðfjárstofninum sem nú er í framkvæmd og unnið að því hörðum höndum að koma þeim upplýsingum inn í ræktunarstarfið.

Ráðgjöf tengdri búfjárrækt og þjónustu felst í ráðgjöf tengdu ræktunarstarfi og bústjórnarlegum þáttum. Búgreinar sem byggja á innflutningi erfðaefnis og eru þar með ekki með sérstakt miðlægt utanumhald um ræktunina eru ekki mikið að óska eftir ráðgjöf en engu að síður reynum við að sinna þeim greinum eins og hægt er. Þjónusta við bændur er mjög mikið tengt kynbótastarfinu og skýrsluhaldinu og árlega svörum við þúsundum fyrirspurna í gegnum síma eða tölvupóst, ásamt því að aðstoða bændur við skýrsluhaldskerfin eða skráningar í tengslum við eftirlits- og greiðslukerfi stjórnvalda. Upplýsingar um ráðgjöf má sjá á heimasíðu okkar, www.rml.is, ásamt því að ráðunautar RML eru ávallt til viðtals, hvort sem um er að ræða i gegnum síma eða á starfsstöðvum RML.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...