Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Úr dagbók Níelsar Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Mýrasýslu.
Lesendarýni 25. janúar 2022

Að halda dagbók

Höfundur: Bjarni Guðmundsson

Hluti af verknámi við búnaðar­skólana var að halda dagbók. Í hana skyldi færa orð um það sem gert var á hverjum degi, auk veðurlýsingar. Lýsa skyldi helstu verkum, gjarnan með því að setja þau í búfræðilegt samhengi. Krafan um dagbókarfærslu var fyrst og fremst tengd verklegu námi. Þess vegna er færsla dagbókar t.d. hluti af verklega búnaðarnáminu á Hvanneyri enn í dag.

Dagbækur búfræðinema frá fyrri tíð hafa allnokkrar varðveist, bæði í fórum afkomenda þeirra og í skjalasöfnum. Ófáar þeirra hafa meðal annars borist aftur að Hvanneyri. Þær elstu eru frá fyrsta tug síðustu aldar. Margar bókanna eru hinar ágætustu heimildir um líf og starf í skólanum. Í fæstum tilvikum er þó fjallað um einkahagi skrifaranna, hvað þá hugsanir þeirra eða tilfinningar, enda ekki til þess ætlast.

Forsíða dagbókar Guðjóns F. Davíðssonar frá Álfadal á Ingjaldssandi.

Gaman er að lesa dagbækur skólafélaga og að sjá hvernig sama viðfangsefnið var séð mismunandi augum. Hver lýsir því eins og það kom honum fyrir sjónir: Einum verður það stóratburður sem annar getur um í framhjáhlaupi eða sleppir alveg. Sumar dagbókanna eru listilega vel skrifaðar. Það sama á við stílinn sem hjá sumum, þó ungum að árum, er skýr og þéttur.

Vitað er að krafan um færslu dagbókar í búnaðarnáminu varð til þess að ýmsir nemendur kusu að halda dagbókarskrifunum áfram að námi loknu. Þannig hafa jafnvel orðið til áratuga langar frásagnir einstaklinga af ævum þeirra, leikjum og störfum. Fæstar þeirra hafa komið fyrir almenningssjónir, enda ekki hugsun skrifaranna að svo yrði. Í gömlum dagbókum liggur víða mikil saga. Á síðari árum hefur kviknað áhugi á að rannsaka þennan þátt íslenskrar menningar. Má þar nefna merkilegt fræðastarf Sigurðar Gylfa Magnússonar prófessors, frumkvöðuls í rannsóknum á sviði einsögu, sem svo er nefnd, en í þeim rannsóknum eru dagbækur einstaklinga, gjarnan alþýðufólks, mikilvægt hráefni.

Með pistli þessum vildi ég vekja athygli á tilvist og gildi dagbókarskrifa búfræðinema fyrri tíðar og hvetja þá, sem slík gögn hafa undir höndum, að sjá til þess að þau komist í verðuga varðveislu – á skjalasafni byggðarlagsins/landsins eða í skjalasafni Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.


Bjarni Guðmundsson

Skylt efni: dagbækur | búfræðsla

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...