Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar
Á faglegum nótum 19. júní 2023

Afleiðingar aðfangahækkana síðasta árs enn verulegar

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Bændur vöknuðu við vondan draum á síðasta ári þegar flest öll grundvallaraðföng í búrekstri ruku upp í verði og stefndi afkomu starfsgreinarinnar í voða.

Var þá af mörgum áætlað að um tímabundna breytingu væri að ræða knúna af af afar sérstökum aðstæðum á mörkuðum og að hún myndi fyrr en síðar leiðréttast og rekstrargrundvöllur landbúnaðarins myndi fara aftur í samt form. Var brugðist við þessu ástandi með einskiptisgreiðslu frá ríkinu til að koma á móts við þær krefjandi aðstæður sem nú voru komnar upp. Nú er árið 2023 brátt hálfnað og hafa verðhækkanirnar ekki gengið til baka nema að örlitlu leyti. Á þessum gröfum má sá þróun innflutningsverðs á áburði, fóðri og heyrúlluplasti.

Eru þetta vegin meðaltöl þeirra vöruflokka sem teljast sem áburður eða fóður til þess að veita sem réttasta mynd af stöðu mála. Sést að verðhækkanir á áburði og heyrúlluplasti hafa lítið gengið til baka enn og fóður hefur aðeins haldið áfram að hækka. Innflutningsverð á bensíni hefur einnig lækkað á þessu ári.

Í nýlegum útgáfum RML er farið yfir stöðu reksturs mjólkur- og sauðfjárbýla. Er þar sýnt á greinargóðan hátt hvernig hinir ýmsu kostnaðar- og tekjuliðir skiptast og þróun þeirra á milli ára er borin saman. Samkvæmt rekstrargreiningum fyrir árin 2019 til 2021 hefur fóður og áburður verið 52% af breytilegum kostnaði í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu og 35% af lambakjötsframleiðslu en má áætla að í dag sé hlutfall þeirra nokkuð hærra.

Helstu þættir þessara kostnaðarliða hækkuðu á bilinu 40 til 150% á milli áranna 2021 og 2022 og eins og áður hefur komið fram hefur verðið ekki gengið til baka.

Samkvæmt RML jókst breytilegur kostnaður við mjólkurframleiðslu um 25% á milli áranna 2021 og 2022, um 32 krónur á lítrann, og má áætla að hlutfallsleg hækkun hafi verið svipuð í nautakjötsframleiðslu. Ljóst er að erfiðlega hefur gengið að velta þessum kostnaðarhækkunum út í verðlagið og staða bænda hefur ekki vænkast eftir því sem lengri tími líður frá þessum snöggu breytingum.

Slæmi draumurinn sem vaknað var við í fyrra er ekki genginn yfir. Ljóst er að afkoma í landbúnaði árið 2022 var verri en síðustu ár og er áætlað að afkoma meðalbús í nauta-, lambakjöts- og mjólkurframleiðslu hafi verið nálægt núlli eða neikvæð.

Of snemmt er að segja um hvernig 2023 mun þróast. Vissulega hefur afurðaverð hækkað og ætti það að létta á ákveðnum þrýstingi en á móti hefur fjármagnskostnaður aukist.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...