Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagsþróun
Fréttir 14. ágúst 2025

Vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagsþróun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Reiknað afurðaverð til sauðfjárbænda fyrir hvert kíló dilkakjöts hækkar að meðaltali um 2,2% og 1% fyrir fullorðið fé fyrir komandi sláturtíð. Deild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau kjör sem í boði eru.

Líkt og fyrir síðustu sláturtíð eru í raun eingöngu tvær afurðaverðskrár í boði þegar horft er til hefðbundinna kjötafurðastöðva vegna dilkaslátrunar. Sláturfélag Suðurlands hækkar sína verðskrá að meðaltali um 4%, með reiknað afurðaverð upp á 1.052 krónur á dilkakílóið. Afurðastöðvar undir eignarhaldi Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Kjarnafæðis Norðlenska (KN) hækka sitt afurðaverð að meðaltali um 1,6%, þar sem reiknað afurðaverð er 1.030 krónur á dilkakílóið. Fjallalamb fylgir sem fyrr verðskrá Kjarnafæði Norðlenska, en Fjallalamb hætti framleiðslu á lambakjöti undir eigin merkjum árið 2021 og selur sitt kjöt Kjarnafæði Norðlenska.

Virði vörunnar standi undir framleiðslukostnaði

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda, segir að meðalverð afurðastöðvanna hefði þurft að fylgja verðlagsþróun til að fylgja eftir þeirri leiðréttingu sem verið hefur á afurðaverði síðustu ára.

„Hvað er ásættanlegt er teygjanlegt hugtak og frekari leiðréttingar verða ekki allar sóttar eingöngu til afurðastöðva og neytenda – þar þarf eitthvað meira að koma til svo virði vörunnar dilkakjöt standi undir framleiðslukostnaði hennar,“ segir Eyjólfur, sem vonast til að fjármögnun búvörusamninga verði einnig leiðrétt með auknu fjármagni.

KS keypti KN seint á síðasta ári og eftir að Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í maí síðastliðnum, sem hafði dæmt búvörulögin ólöglega sett, var ljóst að vinna KS gat haldið áfram að því yfirlýsta markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri sláturhúsa og kjötvinnslum til hagsbóta fyrir kjötafurðastöðvar, bændur og neytendur.

Ljóst er að ekki verður slátrað hjá SAH afurðum á Blönduósi í komandi sláturtíð og má segja að fyrstu hagræðingaraðgerðir í slátrun komi þá til framkvæmda sem afleiðing af kaupum KS á KN.

Kjarnafæði eignaðist meirihluta í SAH afurðum árið 2015. Hugmyndir eru uppi um ýmsar hagræðingaraðgerðir í vinnsluhlutanum einnig.

SS nær að fylgja almennu verðlagi

Eyjólfur segir það vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki hið minnsta verðlagsþróun síðustu 12 mánaða, þegar hann er spurður um skoðun hans á því að KS og KN hafi ekki getað hækkað afurðaverð meira þrátt fyrir að búið sé að loka sláturhúsinu á Blönduósi og hagræðing verði því í komandi sláturtíð.

„Þó KS sé búið að kaupa allt hlutafé í KN þá er daglegur rekstur enn aðgreindur og sú hagræðing sem vænta mátti í vinnslu afurða ekki enn komin til framkvæmda vegna óvissu sem skapaðist við dómsmál síðasta vetur,“ segir Eyjólfur. Hann bendir þó á að SS hafi hækkað sína verðskrá að jafnaði um 4% og þannig fylgt almennu verðlagi í landinu.

– Sjá frekari umfjöllun á síðu 2 í nýju Bændablaði sem kom út í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f