Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á sviðinu standa leikararnir Oddrún, Gylfi, Magnea Guðmunds, Jón Marteinn, Helga og Magnea Gunnars, ásamt Ingvari sem liggur makindalega í stólnum – en þau hafa verið á kafi á æfingum sl. vikur.
Á sviðinu standa leikararnir Oddrún, Gylfi, Magnea Guðmunds, Jón Marteinn, Helga og Magnea Gunnars, ásamt Ingvari sem liggur makindalega í stólnum – en þau hafa verið á kafi á æfingum sl. vikur.
Menning 27. febrúar 2023

Vitleysingarnir ...

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þessa dagana er nóg um að vera hjá leikdeildinni enda hafa æfingar á leikriti vetrarins verið í fullum gangi. Um ræðir leikritið ,,Vitleysingana“ eftir Ólaf Hauk Símonarson, fjörugt, fyndið og krassandi stykki í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar.

Ólafur Haukur er þjóðinni að góðu kunnur fyrir sínar fjölmörgu skáldsögur, ljóðabækur og smásögur en einnig mörg vinsæl leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp.

Þótt leikritið Vitleysingarnir hafi verið skrifað fyrir rúmum tveimur áratugum á það vel við enn þann dag í dag og varpar skoplegri sýn á samfélagið með persónum sem auðvelt er að tengja við, jafnvel þótt árið sé nú 2023.

Verkið sýnir á gamansaman hátt hvernig hið daglega amstur og hraðinn á gervihnattaöld gefa í skyn að allt sé í sóma. Undir yfirborðinu kraumar þó einmanaleiki og erfiðari tilfinningar þótt verðlaun lífsgæðakapphlaupsins séu aukin velsæld og metorð. Svört kómedía er kannski réttnefni – hraði og firring þar sem samskipti fyrr og nú, skemmtilegar uppákomur og ástríður eiga eftir að kitla áhorfendur.

Sýnt verður í Árnesi, en frumsýningin verður föstudaginn 3. mars, önnur sýning 5. mars, þriðja sýning 9. mars, fjórða sýning 11. mars og sú fimmta sunnudag 12. mars. Allar sýningar eru kl. 20.00. Miðapantanir í síma 8691118 og á gylfi1sig@gmail.com.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...