Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Fréttir 9. febrúar 2018

Vilja fleiri hleðslustöðvar

Verkefnið Hleðsla í hlaði auglýsir þessa dagana eftir fleiri áhugasömum bændum sem hafa hug á því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla á sínum búum. 
 
Að Hleðslu í hlaði standa Hey Iceland (fyrrum Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur og Bændasamtök Íslands. Á þriðja tug aðila hafa verið í samskiptum við verkefnahópinn og lýst yfir áhuga á að setja upp hleðslustöðvar og nokkrir þeirra hafa samið við fyrirtækið Hleðslu ehf. um uppsetningu á stöðvum.
 
„Við vonumst til þess að fá fleiri bændur og aðila í ferðaþjónustu til að stökkva á vagninn. Markmiðið er að fjölga rafhleðslustöðvum í sveitum og ýta þannig undir umhverfisvænni samgöngur,“ segir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum. 
 
„Það er mikil eftirspurn hjá rafbílaeigendum sem kunna vel að meta að vera öruggir með hleðslu hringinn í kringum landið. Rafmagnsbílum fjölgar hratt og við teljum að það sé tilvalið fyrir bændur, sem hafa tök á, að veita hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að skapa sér nýjar tekjur og síðan getur rafhleðslustöðin verið kærkomin viðbót við aðra þjónustu og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem vonast til þess að með vorinu verði allnokkrar hleðslustöðvar komnar upp í sveitum landsins undir merkjum Hleðslu í hlaði.
 
Tilgangur samstarfshópsins er einkum að hvetja bændur til þess að kanna kosti hleðslustöðva og kynna þjónustuna þegar hún verður komin á laggirnar.

Auglýsing frá Hleðslu í hlaði
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f