Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Vilja fella niður lög um gæðamat
Mynd / HKr.
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella brott lögbundið kerfi um gæðamat á æðardúni.

Í greinargerð með frumvarpinu segja þingmennirnir að lög um gæðamat á æðardúni sé byggð á gömlum viðskiptaháttum og að þróa þurfi verkunaraðferðir með tilliti til raunverulegra gæða æðardúns. Lögin nú kveða á um að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum eftir fullhreinsun og áður en kemur til dreifingar á markaði.

Í greinargerð kemur fram að lögskipaðir dúnmatsmenn á árunum 2021–2026 séu þrettán talsins. Í staðinn er lagt til að ábyrgð á gæðum æðardúns verði í höndum framleiðenda sjálfra, en til skoðunar komi að þeir setji gæðastaðla en Matvælastofnun yrði áfram gert að annast útgáfu á heilbrigðisvottorði.

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Ólafur Guðmundur Adolfsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. Frumvarpið hefur áður verið lagt fyrir þingið en ekki verið afgreitt.

Skylt efni: æðardúnn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...