Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vetnisknúni rafbíllinn Toyota Mirai árið 2021 komst í Heimsmetabók GUINNESS WORLD RECORDS í ágúst fyrir lengstu vegalengd sem bifreið búin vetnis-efnarafal hefur komist á einni tankfyllingu, eða 1.360 km. Aðeins tók fimm mínútur að fylla á tankana fyrir aksturinn og útblásturinn úr púströrinu var hreint vatn.
Vetnisknúni rafbíllinn Toyota Mirai árið 2021 komst í Heimsmetabók GUINNESS WORLD RECORDS í ágúst fyrir lengstu vegalengd sem bifreið búin vetnis-efnarafal hefur komist á einni tankfyllingu, eða 1.360 km. Aðeins tók fimm mínútur að fylla á tankana fyrir aksturinn og útblásturinn úr púströrinu var hreint vatn.
Fréttir 25. október 2021

Vetnisdrifni rafbíllinn Toyota Mirai setti nýtt heimsmet

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Toyota Mirai 2021 hefur opinberlega slegið metið fyrir mestu vegalengd vetnisknúins rafbíls á einni tankfyllingu samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

Í hringferðinni í suðurhluta Kaliforníu sem farin var dagana 23. og 24. ágúst 2021 náði Mirai óvænt að ljúka 845 mílna (1.359.9 km) ferðalagi á einni tankfyllingu af vetni og setti um leið nýtt heimsmet. Aðeins tók fimm mínútur að fylla vetnistanka bílsins fyrir aksturinn.

Lengdarmet Toyota Mirai var nýlega viðurkennt af Ward's Auto­motive sem tíundi besti árangur allra véla og drifkerfa og setji ný viðmið í akstursvegalengd bíla sem losa engan koltvísýring.

Notaði 5,65 kg af vetni

Það þurfti 5,65 kg af vetni til að fylla geyma Mirai og var ekið framhjá 12 vetnisáfyllingarstöðvum á leiðinni án þess að tekið væri eldsneyti. Mirai var að mestu ekið á álagstíma á umferðargötum. Hitastigið á leiðinni var á bilinu 18° til 28°C (65 til 83 gráður á Fahrenheit). Á leiðinni skilaði efnarafallinn 0 kg af CO2 en hefðbundinn brunahreyfill hefði framleitt um 292 kg af CO2 á sama tíma.

Þriðja kynslóð Toyota Mirai

„Toyota Mirai var fyrsti vetnisefnarafalsbíllinn sem boðinn var í smásölu í Norður-Ameríku árið 2016 og nú er önnur kynslóð Mirai að setja upp akstursmet. Þessi nýstárlega tækni, er aðeins ein af mörgum losunarfríum lausnum á okkar sviði og veitir okkur gleði yfir að vera leiðandi í greininni á þessu sviði,“ sagði Bob Carter, framkvæmdastjóri Toyota Motor North America.

Tilraun Toyota Mirai til að setja heimsmetið var gerð undir miklu eftirliti starfsfólks Heims­metabókar Guinness, sem tryggði að fylgt væri öllum formsatriðum og ströngustu reglum samtakanna. Mirai náði merkilegum árangri í skilvirkni og það eina sem kom út úr púströrinu var vatn. Vetnistankar Mirai voru teknir út af Michael Empric, dómara GUINNESS WORLD RECORDS, bæði í upphafi og við lok ferðarinnar.

Tveggja daga ferðalagið hófst mánudaginn 23. ágúst 2021 hjá tæknisetri Toyota í Gardena í Kaliforníu. Þar eru höfuðstöðvar eldsneytisþróunardeildar Toyota. Tæknilegur ökumaður var Wayne Gerdes, en við stýrið var Bob Winger. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f