GIAHS-verkefnið verndar einstök landbúnaðarkerfi sem sameina hefðbundna þekkingu, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbærar aðferðir til að tryggja fæðuöryggi og loftslagsseiglu.
GIAHS-verkefnið verndar einstök landbúnaðarkerfi sem sameina hefðbundna þekkingu, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbærar aðferðir til að tryggja fæðuöryggi og loftslagsseiglu.
Mynd / Pixabay
Fréttir 8. desember 2025

Verndar landbúnaðararfleifð heimsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

FAO hefur um árabil unnið að verkefninu Globally Important Agricultural Heritage Systems (GIAHS) sem stuðlar að verndun hefðbundinna landbúnaðarkerfa um allan heim.

GIAHS er alþjóðlegt verkefni Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem hófst árið 2002. Segja má að um sé að ræða n.k. heimsminjaskrá landbúnaðarlands.

Markmiðið er að viðurkenna og vernda einstök landbúnaðarkerfi sem hafa þróast í gegnum aldir og sameina hefðbundna þekkingu, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbærar aðferðir. Þessi kerfi eru ekki aðeins sögð arfleifð fortíðar heldur lifandi lausnir sem mæti áskorunum nútímans, svo sem loftslagsbreytingum og fæðuöryggi.

Hundrað kerfi viðurkennd

Rúmlega 100 kerfi víðs vegar um heiminn eru skráð sem GIAHS, allt frá fjallalöndum til strandsvæða, sem sýna hvernig hefðbundin landnýting getur verið lausn á hnattrænum áskorunum.

Nú eru við lýði 104 kerfi í 29 löndum, formlega viðurkennd sem GIAHS. Kína leiðir með 25 kerfi, Spánn er með sex, Mexíkó þrjú og Brasilía tvö. Nýjustu viðbætur eru meðal annars hefðbundin kerfi fyrir hvítt te í Fujian (Kína), perur í Gansu (Kína), metepantle stallaræktunarkerfið í Tlaxcala (Mexíkó) og jarðrækt á eldfjallasandi á Lanzarote (Spáni). Þessi kerfi styðja við t.a.m. verndun yfir 140 innlendra tegunda í Mexíkó og framleiða t.d. 2 milljón kg af perum árlega í Gansu.

GIAHS stuðlar þannig að líffræðilegri fjölbreytni og verndun fræja, sjálfbærri nýtingu vatns og jarðvegs með lágum efnaáburði og menningarlegri arfleifð og eflingu tekna í dreifbýli, m.a. með agrotúrisma. Reynt er að tryggja að þessi kerfi haldi áfram að veita lausnir gegn loftslagsbreytingum og fæðuöryggisvanda, samhliða því að styrkja samfélög sem byggja á hefðbundnum landbúnaði.

Gagnvirkur vefur GIAHS

Á vegum FAO var opnaður gagnvirkur vefur (www.fao.org/interactive/2025/ giahs-agricultural-heritage) nú í ár, sem hluti af 80 ára afmælishátíð stofnunarinnar og GIAHS-verkefnisins. Vefurinn var kynntur í tengslum við GIAHS-verðlaunahátíð sem fór fram 31. október í Róm, þar sem 28 ný kerfi voru viðurkennd og heildarfjöldi GIAHS-kerfa náði yfir 100.

Um þessar mundir er verið að kynna ný verkefni til að styrkja loftslagsþol og fæðuöryggi á vegum FAO. Meðal nýrra áfanga eru 130 milljóna dollara fjárfestingar í Kenía og Serbíu til að efla sjálfbærar virðiskeðjur, átta ný verkefni í Botsvana til að umbreyta landbúnaði og COP30-átak um skógvernd og kolefnisbindingu.

Markmið GIAHS 
  • Vernda hefðbundin landbúnaðarkerfi sem sameina líffræðilega fjölbreytni, menningararf og sjálfbærar aðferðir.
  • Efla fæðuöryggi og lífsviðurværi í dreifbýli.
  • Styðja við loftslagsseiglu og nýsköpun í landbúnaði.
  • Sameina hefðbundna þekkingu og vísindalegar lausnir.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...