Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil
Fréttir 29. desember 2015

Verðandi búfræðingar senda frá sér markaspil

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðandi búfræðingar, útskriftar­nemar 2016, í Landbúnaðar­háskólanum á Hvanneyri, hafa látið framleiða Markaspil. Spil sem nemendur hafa spilað fyrir próf í eyrnamerkingum síðustu árin.

Hugmyndin að Markaspilinu kviknaði síðastliðið haust þegar búfræðingar voru að læra undir próf í markaheitum og eyrnamerkingum. Til að eiga auðveldara með að muna mörkin bjuggu nemendurnir sér til samstæðuspil og spiluðu það og gekk öllum vel á prófinu.

Nemendurnir sem standa að spilinu eru að ljúka öðru ári í búfræði og stefna flest á búskap. Í vor mun hópurinn halda í útskriftarferð til Lúxemborgar, Belgíu og Frakklands þar sem fræðst verður um verklag annarra þjóða. Með kaupum á spilinu styrkir fólk þessa ungu og flottu fulltrúa bændastéttarinnar.

Markaspilið er skemmtilegt samstæðuspil fyrir alla fjölskylduna, spilið er einfalt og er bæði fyrir unga sem aldna. Hægt er að spila það sem veiðimann, samstæðuspil og fleira. Markmið spilsins er að kenna eyrnamerkingar og markheiti á íslensku sauðfé og því skemmtilegt og flott framtak.

Sala á spilinu er hafin og ætti að vera skemmtileg gjöf á sveitaheimilum í bæjarfélögum og meðal borgarbarna.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/markaspilid eða á markaspilid@gmail.com

Skylt efni: Spil | búfræðingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...