Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Mynd / GB
Í deiglunni 31. maí 2017

Veiðitíminn er mjög stutt undan

Höfundur: Gunnar Bender
Þorsteinn Hafþórsson og Edda Brynleifsdóttir á Blönduósi stofnuðu  fyrirtækið Vötnin Angling Service vorið 2014 og var hugmyndin að gera út á veiðileiðsögn og að leigja fólki veiðistangir til að fara að veiða í einhverjum af fjölmörgum vötnum Austur-Húnavatnssýslu.
 
Við hittum Þorstein fyrir  skömmu en það styttist í að laxveiðin byrji fyrir alvöru, eins og  í Blöndu,  þar sem Þorsteinn þekkir sig vel.
 
,,Þetta vatt upp á sig mjög fljótt með fyrirtækið og nú í apríl síðastliðnum var opnuð veiðibúð í nýju húsnæði í gamla bænum á Blönduósi,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: ,,Þar eru leigðar út fullbúnar veiðistangir, seld veiðileyfi í nokkur vötn og beita,“ segir Þorsteinn enn fremur.
 
En boðið er upp á flugukastnámskeið á vorin og Þorsteinn starfar sem stangveiðileiðsögumaður allt sumarið. Á veturna má fá leigðan eða keyptan búnað til ísdorgs. Með haustinu er ætlunin að byrja að gera út á kajakferðir með leiðsögn.
 
,,Hvað varðar mína uppáhalds­veiði þá er það að komast í góða sjóbirtingsá með vinum mínum á haustin, slaka þar á og njóta lífsins eftir sumartörnina í leiðsögn. Besta minning er úr Vatnamótunum þar sem ég setti í alvöru skepnu sem þveraði yfir Skaftána eins og ég væri ekki til. Lagðist svo við hinn bakkann og til að gera langa sögu stutta þá gafst ég upp eftir óralangan tíma og lét reyna á græjurnar. Þá losnaði út út honum og ég fékk þríkrækjuna sex upprétta á tveimur krókum,“ sagði Þorsteinn og var allur á iði. Veiðitíminn er  stutt undan.

Skylt efni: veiði | stangveiði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...