Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu
Fréttir 2. júní 2015

Veiðileyfi boðið út fyrir dýr í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bandarískur auðmaður átti hæsta boðið og greiddi 350 þúsund dollara til að fá að veiða svartan nashyrning í Namibíu en tegundin er sögð vera í bráðri útrýmingarhættu.

Hugmyndin að baki uppboðinu er með því að bjóða veiðileyfi á eldri einstaklinga af dýrategundum sé hægt að safna fé sem nota má til að vernda eftirlifandi dýr innan stofnsins.

Stjórnvöld í Namibíu afléttu nýlega veiðibanni á ljónum og hlébörðum í landinu og ætla að bjóða út leyfi til að veiða dýrin til að afla fjár.

Yfirvöld í Kamerún hafa einnig ákveðið að bjóða út veiðar á að minnsta kosti einum svörtum fíl úr stofni sem einungis finnst þar í landi og er í útrýmingarhættu.

Dýraverndunarsinnar hafa mótmælt uppboð­unum harðlega og segja þau siðferðislega röng og peningarnir sem fást fyrir veiðileyfin ekki réttlæta drápin.

Verndunarsinnar benda á að veiðiþjófar höggvi djúp skörð í dýrastofna í útrýmingarhættu á hverju ári og nú bætist veiðimenn í hópinn sem kaupi sér hreina samvisku. 

Skylt efni: veiði | dýravernd | nashyrningar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f