Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vaxtarletjandi garðyrkja
Fréttir 5. október 2023

Vaxtarletjandi garðyrkja

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vonir garðyrkjubænda um að skilyrði verði sköpuð til vaxtar í greininni í nánustu framtíð voru blásnar út af borðinu með birtingu fjárlagafrumvarpsins nú á upphafsdögum Alþingis.

Þá varð ljóst að ekki ætti að auka stuðninginn við þennan hluta íslenskrar matvælaframleiðslu, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefin út vilyrði um betri vaxtarskilyrði fyrir greinina.

Birtingarmyndir þessara vilyrða hafa verið margvíslegar á undanförnum árum. Í núgildandi búvörusamningum frá 2016 er tiltekið að markmið samkomulagsins sé að við endurskoðun hans árið 2023 hafi framleiðsla á íslensku grænmeti aukist um 25 prósent, miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019. Á árunum 2020 og 2021 dróst heildarframleiðsla saman frá viðmiðunarárunum. Á síðasta ári varð aukning um þrjú prósent.

Endurskoðun búvörusamninga stendur nú yfir. Garðyrkjubændur hafa lýst yfir vonleysi um gang viðræðna um starfsskilyrði þeirra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sérstaklega tiltekið að aukinni „... framleiðslu á grænmeti verður náð með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar,“ sem er einmitt eitt af þeirra helstu áherslumálum við samningaborðið.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f