Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vatnsskortur í Íslandi
Lesendarýni 18. júlí 2022

Vatnsskortur í Íslandi

Höfundur: Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Það kemur kannski einhverjum á óvart að það búa ekki allir á Íslandi við nóg af hreinu og góðu vatni.

Á sama tíma og slegin voru hitamet á Norður- og Austurlandi stóran part síðasta sumars fór víða að gæta að auknum vatnsskorti vegna þurrka, sérstaklega á Austurlandi, en síðasta sumar urðu nokkrir bæir á svæðinu vatnslausir, það á sama tíma og aukin krafa er um hreint vatn m.a. vegna matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.

Ástandið var svo slæmt að sveitarfélög þurftu að grípa til aðgerða og aðstoða bændur með því að keyra vatni á bæi með tankbíl. Þá er það ekki einungis mikilvægt að hafa greiðan aðgang að góðu vatnsbóli til þess að sinna mönnum og dýrum heldur valda þessir auknu þurrkar aukinni hættu á gróðureldum og það með alvarlegri afleiðingum en áður. Mikilvægt er að bregðast við þessum nýja veruleika með aðgerðum. Þörf er á að bora eftir vatni víða og styrkja vatnsauðlindir. Til slíkra framkvæmda geta bændur átt rétt á opinberum fjárstuðningi og sveitarfélög geta haft milligöngu um slíkar framkvæmdir og leitað leiða í samráði við stjórnvöld.

Um nokkurn tíma hefur verið hægt að sækja um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Nýlega var heildarfjárhæð framlaga úr sjóðnum hækkuð úr 25 milljónum í 31,6 milljónir, en fjárhæðin hafði staðið óbreytt í rúm tuttugu ár. Ástæða þótti til að hækka framlagið eftir síðasta ár þar sem umsóknum um styrki jukust sem leiddi til skerðinga fyrir umsóknaraðila. Það skiptir máli að umsóknaraðilar fyrir styrk geti gert raunhæfa kostnaðaráætlun svo hægt sé að leggja af stað í verkefni sem þetta. Við því hefur verið brugðist.

Um leið og ég vona að það viðri vel um allt land í sumar vonast ég einnig til að reglugerðarbreytingin verði bændum hvatning til að fara í vatnsveituframkvæmdir. Mikilvægt er að tryggja nægt hreint og tært vatn um allt land bæði fyrir menn og dýr.

Skylt efni: vatn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...