Lambeyrarkvísl í Borgarfirði.
Lambeyrarkvísl í Borgarfirði.
Mynd / Alþingi
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tímamótaáætlun er að ræða þa sem hún er sú fyrsta sem Alþingi samþykkir eftir að uppfærð lög um náttúruvernd tóku gildi árið 2015.

Það var Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sem lagði framkvæmdaáætlunina fram. Í henni er áætlun um að sex svæði sem eru talin mikilvæg með tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni Íslands verði sett í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fjórum árum.

Húsey og Eyjasel á Úthéraði.
Áfram unnið að friðlýsingum svæða í áætlunum

Svæðin sem um ræðir eru Goðdalur í Bjarnarfirði, Hengladalir í Ölfusi, Húsey og Eyjasel á Úthéraði, Lauffellsmýrar í Skaftárhreppi, Lambeyrarkvísl og Oddauppsprettur í Borgarfirði og loks Reykjanes og Þorlákshver við Brúará.

Í þingsályktunartillögunni þar sem framkvæmdaáætlunina er að finna, segir að áfram verði unnið að friðlýsingu svæða sem eru á náttúruverndaráætlunum fyrir árin 2004–2008 og 2009–2013 en hafi ekki verið friðlýst eða unnið að náttúruvernd á svæðunum með öðrum hætti eins og lög um náttúruvernd heimila.

Góð samvinna við landeigendur

Í tilkynningu úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu segir að svæðin hafi öll hátt verndargildi. „Þar er til dæmis að finna fágæta jarðhitalæki, víðáttumiklar mýrar sem gegna hlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar, staðbundnar fisktegundir, og einnig leita fuglategundir á válista þar athvarfs.“

Í tilkynningunni er haft eftir Jóhanni Páli að það sé fagnaðarefni að fyrsta framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár hafi nú verið samþykkt. „Um leið vinnum við hörðum höndum að því að friðlýsa með lögmætum og bindandi hætti þau svæði sem hafa ratað í verndarflokk rammaáætlunar, um leið vinnum við að því að fjölga stjórnunar- og verndaráætlunum fyrir friðlýst svæði. Við erum að taka til í náttúruverndarmálunum og við gerum það í góðri samvinnu við landeigendur og sveitarfélög um allt land,” segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Skylt efni: náttúruminjaskrá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f