Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 12. ágúst 2017

Ungir heimsmeistarar í hestaíþróttum

Höfundur: GHP

Ungu knaparnir íslenska landsliðsins hafa verið að slá í gegn á heimsmeistara móti íslenska hestsins sem fram fer í Oirscot í Hollandi.

Á fimmtudag sigraði Konráð Valur Sveinsson gæðingaskeið ungmenna og í dag bættust tvö gull við til íslenska landsliðsins.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku sigruðu í fjórgangi. Þeir komu inn í úrslit í efsta sæti og héldu því allt til loka. Önnur varð Filippa Helltén frá Svíþjóð og Máni frá Galtanesi og samlanda hennar Yrsa Danielsson og Hector från Sundsby voru þriðju.

Gústaf Ásgeir og Pistill sigruðu fjórgangskeppni ungmenna. Mynd/Jacco Suijkerbuijk

Aðeins þrjú ungmenni kláruðu úrslit fjórgangsins. Annar fulltrúi íslenska landsliðsins, Anna Bryndís Zingsheim þurfti að hætta keppni eftir að hryssan hennar, Náttrún vom Forstwald , missti skeifu. Olivia Ritschel og Alvar frá Stóra-Hofi frá Þýskalandi hætti einnig keppni þegar ungmennin sýndu brokk.

Eins fóru Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi alla leið í úrslitum fimmgangs ungmenna. Þeir tryggðu sér sigur með því að hljóta langhæstu einkunn keppenda fyrir skeið. Í öðru sæti varð Sasha Sommer og Kommi fra Enighed frá Danmörku og Elsa Teverud frá Svíþjóð og Bíða frá Ríp urðu þriðju.

Á morgun fara fram A-úrslit í öllum hringvallargreinum fullorðinna. Bein útsending er frá hestaveislunni á vefsíðunni oz.com

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...