Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag
Fréttir 21. apríl 2015

Undanþágubeiðnum um slátrun hafnað – væntanlega teknar fyrir aftur í dag

Höfundur: smh

Fjóra beiðnir um undanþágu bárust í gær frá bændum vegna verkfalls dýralækna sem hófst í gær. Þrjár umsóknir bárust frá alifuglabændum og ein frá svínabúi. Tveimur umsóknum frá alifuglabændum og umsókninni frá svínabúinu var hafnað á þeim forsendum að fullnægjandi upplýsingar hefðu ekki fylgt umsóknunum.

Fresta þurfti afgreiðslu á umsókn frá einu alifuglabúi þangað til í dag.

Á meðan verkfall stendur yfir er ekki hægt að slátra og kemur það verst niður á alifugla- og svínabændum, þar sem fljótlega fer að þrengjast um gripina á búunum.

„Ég á nú von á því að umsóknirnar frá alifuglabúunum fari allar aftur til umfjöllunar í dag, en þær viðbótarupplýsingar sem óskað var eftir frá svínabúinu hafa ekki borist ennþá,“ segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar sem er undanþeginn verkfalli líkt og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Í undanþágunefndum sitja tveir fulltrúar frá hvorum deiluaðila; dýralæknafélaginu og ríkinu. Til að undanþága sé heimiluð verða fulltrúarnir báðir að vera samþykkir.

Jón segir að ein umsókn um undanþágu hafi einnig borist Félagi íslenskra náttúrufræðinga, vegna innflutnings á lífrænum vörnum og fræjum – til nota í garðyrkju – en henni hafi verið hafnað og það sé endanleg ákvörðun.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f