Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landsáætlun um riðuveiki liggur enn í samráðsgátt.
Landsáætlun um riðuveiki liggur enn í samráðsgátt.
Fréttir 31. maí 2024

Umsagnarfrestur framlengdur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Umsóknarfrestur um drög að nýrri landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu hefur verið framlengdur til 4. júní.

Upphaflega var gert ráð fyrir að opið yrði fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda frá 8. maí til 20. maí.

Annir í sauðburði

Í umsögn Ástu Fannar Flosadóttur frá 13. maí, en hún situr í stjórn búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, var gerð athugasemd við umsagnarfrestinn.

Þar telur hún harðsótt fyrir nokkurn sauðfjárbónda að lesa áætlunina yfir þessa daga, hvað þá að skrifa umsögn, vegna anna þeirra í sauðburði.

Ræktun á riðuþolnum kindum

Eins og áður hefur verið greint frá hér í blaðinu gengur landsáætlunin út á að riðuveiki í sauðfé verði útrýmt innan 20 ára.

Horfið er frá því markmiði að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun á riðuþolnum kindum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðum.

Í áætluninni er stefnt að því að litlar líkur verði á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð á Íslandi frá árinu 2028 og að Ísland hafi hlotið viðurkenningu Evrópusambandsins árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að hér komi upp riðuveiki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...