Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á sumum bílum er gott að komast að lofttappanum og þarf ekki að taka dekk af.
Á sumum bílum er gott að komast að lofttappanum og þarf ekki að taka dekk af.
Á faglegum nótum 3. febrúar 2016

Umhirða á bremsum og nauðsyn að skipta um bremsuvökva

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það eru mjög fáir sem gera vel við bílinn sinn eftir að ábyrgðarskoðunum lýkur. Þegar við eigum nýlega bíla þarf að færa þá í ársskoðun sem innflytjandi bílsins fer fram á til að viðhalda ábyrgð. 
 
Það sem gert er í flestum viðhaldsskoðunum er m.a. þrif á bremsum og bremsuklossasæti eru oft sandblásin og sprautuð með sinkmálningu. Í lýsingu á nótu frá B.L. þar sem ársgamall bíll var yfirfarinn segir m.a. orðrétt: „Bremsur verkaðar upp. Haldarar sandblásnir og sinkhúðaðir“. 
 
Bremsuvökvi verður lélegur á um fimm árum eða fyrr
 
Þegar bílar fara í hefðbundna smurþjónustu er það vinnuregla á mörgum smurstöðvum að stinga þar til gerðu mælitæki sem segir til um hvort þarf að skipta um bremsuvökva. Ef vökvinn mælist ónýtur í hæðarglasinu er hann fyrir löngu orðinn ónýtur við bremsudælurnar. 
 
Bremsuvökvinn eyðileggst fyrst í lagnakerfinu við bremsudælurnar. Sem dæmi, er ekki óalgengt að viðgerðar­menn á rallý­bílum þurfi að tappa af bremsu­vökva oft í hverri keppni. Það er vegna þess að bremsuvökv­inn hitnar of mikið á sumum sérleiðum þrátt fyrir að flestir rallökumenn noti bremsuvökva sem þolir mun meiri hita en sá sem notaður er í venjulega bíla.
 
 Gott ráð til að nýta betur bremsuvökvann
 
Á veturna er mjög víða sullað miklu salti á götur til að eyða ís og hálku. Salt er mesti óvinur bremsukerfa í bílum og í einstaka bílum eru bremsur sem einfaldlega þola ekki salt. Af þessum sökum er mjög gott að reyna sem oftast að koma því við að skola með volgu vatni í gegnum felgurnar saltið af bremsunum á bílunum. Einnig ættu menn að tappa bremsuvökvanum af við hverja bremsudælu einu sinni eða tvisvar á ári. Þetta er tveggja manna verk, annar er inni í bíl og stígur á bremsupedalann og hinn er við bremsudælurnar útbúinn flösku með litla slöngu sem sett er upp á lofttappann á hverri bremsudælu, losa um lofttappann, lætur stíga pedalann niður, lokar fyrir tappann og fer á næstu dælu.
 
Maður finnur muninn strax eftir svona aðgerð
 
Hvenær veit maður þegar bremsuvökvi er með smá raka í eða er skítugur?
Svar:  Það getur til dæmis verið  þegar maður verður var við að einn bremsudiskur er heitari en annar.
 
Heyrir ískurshljóð í bremsum smá tíma eftir að bremsur eru notaðar. Eins ef manni finnst að það þurfi að stíga óþægilega fast á bremsupedalann til að bíllinn bremsi. 
 
Raki og óhreinindi geta verið til þess að stimpill í bremsudælu fer of hægt til baka eftir að bremsum er sleppt og liggja þá bremsuklossarnir í smá stund á disknum sem gerir óþarfa slit á bremsum og stuttan endingartíma á bremsudiskum og klossum. 
 
Eftir að tappað er af hverri dælu smá bremsuvökva eða skipt alveg um vökva finnur maður ótrúlegan mun hvað bremsurnar eru miklu betri.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...