Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt hjá Hellu.

Torfærukeppnin, í umsjón Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, er stærsti torfæruviðburður ársins en búist er við að um 5-6 þúsund manns mæti til að berja tryllitækin augum. Annar eins fjöldi horfir svo á í beinni útsendingu á Youtube.

„Sindratorfæran er aðalfjáröflun Flugbjörgunarsveitarinnar og hefur verið það frá árinu 1973 og er því gríðarlega mikilvæg fyrir okkur. Margir félagar sveitarinnar hafa komið að keppnishaldinu í 30 til 50 ár og eru alltaf jafnspenntir fyrir þessum viðburði okkar, en um 100 sjálfboðaliðar koma að keppninni á einn eða annan hátt,“ segir Helga Þóra Steinsdóttir hjá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu.

Keppendur í torfærunni verði um þrjátíu talsins í ár. Keppt verður í sérútbúnum flokki og sérútbúnum götubílaflokki, sem eru aðeins minna breyttir bílar á dekkjum sem hafa ekki eins mikið grip og þau sem notuð eru í sérútbúna flokknum. Keppnin hefst klukkan 11.

En hver verður hápunktur keppninnar? „Það er alltaf áin og mýrin en það eru tvær síðustu brautirnar þar sem bílarnir reyna við tæplega 200 metra fleytingu og reyna svo fyrir sér í mýrinni þar sem auðvelt er að gera mistök og sitja fastur,“ segir Helga Þóra, um leið og hún hvetur fólk til að finna viðburðinn á Facebook, „Sindratorfæran 11.maí 2024“. Þar eru allar upplýsingar en aðgöngumiðar fást á vefnum www.midix.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f