Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Mynd / smh
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Höfundur: smh

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjórn að fæðuöryggi fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og verður í framhaldinu áfram unnið með tillögurnar í annarri stefnumótum stjórnvalda.

Tillögurnar og greinargerð með þeim voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Meðal tillagna er, að fylgjast þurfi vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Þá þurfi markviss flokkun landbúnaðarlands til að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þurfi aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar.

Styrkja þarf undirstöðu jarðræktar á Íslandi

Einnig þurfi að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.  Þetta á við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vönduðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri ræktunartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum.

Í tillögunum kemur einnig fram að mikilvægt sé að gera GFSI-mat sem fyrst fyrir Ísland, en slíkt mat segir  til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin.

Afkoma bænda ein af undirstöðum fæðuöryggis

Í tillögunum er bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun.

Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...