Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti
Fréttir 15. febrúar 2017

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf nýverið út reglugerð um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað fyrir nýtt, kælt og fryst kjöt af svínum, sauðfé, geitum og alifuglum.

Með reglugerðinni er skylt að tilgreina á umbúðamerkingum hvar dýrið er alið og hvar því er slátrað. Ef kjöt er úr dýrum sem voru fædd, alin og slátrað í sama landi þá er heimilt að tilgreina eitt upprunaland undir uppruna. Neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum um bæði pakkað og ópakkað kjöt.

Tilgreina á uppruna bæði á íslensku og erlendu kjöti.

Sambærileg reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1337/2013 tók gildi í Evrópu á árinu 2015 en ákveðið var að setja séríslenska reglugerð á meðan beðið væri eftir að reglugerðin yrði tekin upp í EES-samninginn. Árið 2011 innleiddi Ísland reglugerð ESB um upprunamerkingar á nautakjöti.

Markmið reglugerðarinnar er að auka rekjanleika afurða, fyrirbyggja villandi merkingar og gera neytendum betur kleift að taka upplýsta ákvörðun við kaup á kjötvörum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...