Ný rannsókn bendir til að fólk sem upplifir æ minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og að andleg og líkamleg heilsa þess geti versnað.
Ný rannsókn bendir til að fólk sem upplifir æ minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og að andleg og líkamleg heilsa þess geti versnað.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 30. desember 2025

Tengsl jarðarbúa við villta náttúru rýrna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mannkynið er að fjarlægjast náttúruna og það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Rannsókn sýnir að náttúrutenging mannsins hefur minnkað um 60% á um 200 árum.

Samkvæmt nýrri rannsókn hafa tengsl jarðarbúa við náttúruna minnkað stöðugt sl. 200 ár. The Guardian og vefritið BrightVibes greina frá. Segir að þetta sé ekki aðeins sorglegt heldur beinlínis skaðlegt: fólk sem upplifi minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og heilsa þess versni, bæði líkamlega og andlega.

Horft til 220 ára

Rannsókn Miles Richardson, prófessors í náttúrutengingu við háskólann í Derby, rekur nákvæmlega vaxandi fjarveru náttúrunnar úr lífi fólks í yfir 220 ár, með því að nota gögn um þéttbýli, tap á dýralífi og þátt sem skiptir sköpum; að foreldrar miðli ekki lengur þátttöku í náttúrunni til barna sinna.

Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Earth í sumar, leiddi í ljós að notkun náttúrutengdra orða í menningu og bókmenntum hefur minnkað um 60% frá upphafi sautjándu aldar. Borgarvæðing er sögð stór þáttur, þar sem flestir búi nú í þéttbýli og fari á mis við reglulega snertingu við villta náttúru.

Nútímatækni höggvi í sama knérunn og minnki raunverulega reynsluöflun. Skjátími dragi úr útiveru og beinum tengslum við náttúruna. Ef ekkert breytist, bendir líkan rannsóknarinnar til að við verðum föst í þessari þróun í það minnsta fram til um 2050. Þó geti aðgerðir nú mögulega lagt grunn að sjálfbærri endurheimt á síðari hluta aldarinnar.

„Náttúrutengsl eru nú viðurkennd sem lykilorsök umhverfiskreppunnar,“ sagði Richardson í samtali við Guardian. „Þau eru líka mikilvæg fyrir okkar eigin geðheilsu. Þörf er á umbreytingum ef við ætlum að breyta sambandi samfélagsins við náttúruna.“

Fólki þurfi að vera meðvitað

Bent er á að til séu lausnir. Með því að skapa dagleg tækifæri til náttúruupplifunar, styrkja fjölskyldutengsl, styrkja menningarlegar frásagnir, líta á náttúru sem lýðheilsumál og halda langtímayfirsýn, sé mögulegt fyrir okkur að snúa þróuninni við.

„Ef við höldum áfram að fjarlægjast náttúruna eigum við á hættu að hraða vistkerfishruni og rýra geðheilsu,“ segir í grein BrightVibes. „En með því að endurheimta tengslin, byggjum við samfélög sem vernda jörðina.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f