Jákvæðari rekstrarhorfur eru fyrir nautakjötsframleiðslu í landinu þó enn sé hún rekin með nokkru tapi.
Jákvæðari rekstrarhorfur eru fyrir nautakjötsframleiðslu í landinu þó enn sé hún rekin með nokkru tapi.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir árið 2024 þurftu nautakjötsframleiðendur að greiða 19 krónur með hverju framleiddu kílói það ár.

Sú gjörbreyting hefur þó orðið á rekstrarumhverfinu að tapið hefur farið úr 347 krónum á hvert kíló árið 2021. Árið 2022 reiknaðist tapið 242 krónur á kílóið og 61 krónu tap var árið 2023.

Yfirlitið er það nýjasta hjá RML og tóku 36 bú þátt í verkefninu á árinu 2024 en voru 20 í upphafi.

Í yfirlitinu, sem Kristján Óttar Eymundsson, ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði RML, hefur tekið saman, kemur fram að ýmislegt jákvætt sé í þróun rekstrar nautakjötsframleiðenda á Íslandi. „Það er jákvæð þróun í vaxtarhraða og kjötgæðum hjá ungneytunum. Því má þakka að stærstu leyti aukinni hlutdeild Angus-gripa í ræktuninni. Nýting á aðföngum er hagstæð á tímabilinu frá 2021 þar sem breytilegi kostnaðurinn hækkar einungis um 4%. Þó að enn reiknist tap af nautaeldinu að meðaltali, þá hefur það gjörbreyst milli áranna 2021–2024. Vegna minni nautakjötsstuðnings árið 2025 er þó hætt við því að tapið hafi eitthvað aukist á því ári.

Eitt stærsta sóknarfærið í nautaeldinu á næstu árum er kyngreining á nautasæði. Þannig geta kúabændur til að mynda sætt lakari kýrnar sínar með holdanautasæði og komið þeim kálfum í áframhaldandi eldi,“ segir Kristján.

Á tímabilinu frá 2021 hafa nautgripatengdar tekjur aukist um 43% á innlagt kjöt. Sjálfar afurðatekjurnar hafa hækkað þar mest, eða um 54%. Einskiptisgreiðslur frá ríki hafa skipt verulegu máli. Á árinu 2024 komu einnig viðbótargreiðslur, sem voru greiddar í gegnum nautakjötsstuðninginn, eða svokallað sláturálag. Um var að ræða 100 milljónir króna frá ríki og til viðbótar var ákveðið að nýta fjármuni upp á 50 milljónir króna af framleiðslujafnvægislið í búvörusamningi.

Á árinu 2024 var framleiðsla þessara 36 búa um 24% af allri nautakjötsframleiðslu á landinu. Stór hluti nautakjötsframleiðslunnar á landinu fer fram á búum sem eru í mjólkurframleiðslu. Samkvæmt skýrsluhaldskerfinu Huppu hefur það hlutfall farið lækkandi á síðustu árum og var komið niður í 60% árið 2024.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...