Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Jörundur og Sif, stoltir geitabændur á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Ef fólk hefur áhuga á að kaupa geitur af þeim, en þau mega selja um allt land, eða kaupa geitakjöt, er alltaf hægt að hafa samband við Sif í síma 898 1124.
Mynd / MHH
Líf og starf 2. júní 2022

Tannlæknir og háskólaprófessor með 80 geitur í Helgafellssveit

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er dásamlegt að vera geitabóndi því geiturnar eru svo skemmtilegar,“ segir Jörundur Svavarsson, háskólaprófessor og geitabóndi á bænum Hrísakoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. 

„Þetta eru mannelskar skepnur og þær eru svo klárar og taka upp á ýmsu en eru á sama tíma virkilega góðir vinir manns, þannig að það eru forréttindi að fá að vera geitabóndi.“

Hann og kona hans, Sif Matthíasdóttir, sem er tannlæknir, eru með um 80 geitur og 50 kið. Þá eru þau með fullkomna kjötvinnslu á staðnum þar sem þau vinna afurðirnar af búinu og selja. Jörundur og Sif hafa búið á staðnum síðan 2009 og líkar ákaflega vel að búa í sveit. Búið þeirra er til fyrirmyndar hvað varðar snyrtimennsku. 

„Ég held að við séum komin á toppinn núna, nú förum við að fækka geitunum. Við erum bæði komin á aldur og erum bara tvö að sýsla í þessu, þannig að nú förum við að hægja á okkur,“ segir Sif og hlær.

Skylt efni: geitur | geitfjárrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...