Táknkerfi fjármarkanna
Út er komin bókin Jörð / Earth með ljósmyndum af verkum listakonunnar Bryndísar Jónsdóttur sem byggð eru á íslenskum fjármörkum.
Bryndís Jónsdóttir hefur alltaf farið eigin leiðir í listsköpun sinni. Hún sækir innblástur í náttúruna og leitast við að ná fram hinu lífræna úr ólíkum efnivið. Hér horfir hún til skýrs skilgreinds táknkerfis íslensku fjármarkanna, sem fylgt hafa þjóðinni frá fornu fari. Sýlthamrað, þrístigað eða heilrifað, hún útfærir mörkin í volduga leir- og járnskúlptúra, massíft gler og viðkvæm grafíkverk og efniskenndin er áþreifanleg.
Greinar í bókina skrifa Anna María Bogadóttir, Eiríkur Þorláksson og Jón Proppé, auk Bryndísar.
