Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020
Fréttir 18. desember 2025

Tæplega 95 þúsund færri sláturlömb en 2020

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar fyrir síðustu sláturtíð, fækkaði þeim lömbum sem komu til slátrunar á milli ára um rúm 13 þúsund – sem er svipuð fækkun og var á milli áranna 2023 og 2024. Heildarfækkun sláturlamba frá 2020 er um 95 þúsund.

Alls var rúmlega 391 þúsund lömbum slátrað í haust, en rúmlega 404 þúsund haustið 2024. Samdráttur í lambakjötsframleiðslu frá síðasta ári er rúmlega 135 tonn, en mikill fallþungi í haust vegur aðeins upp á móti fækkun dilka í kjötframleiðslunni.

Væn lömb

Lömbin voru mjög væn í haust, en meðalfallþungi mældist nú 17,27 kíló, sem er sá annar mesti í sögunni yfir landið. Einungis árið 2021 var hann meiri þegar hann var 17,40 kíló. Þá mældist hæsta sögulega meðaleinkunn fyrir gerð nú í haust, eða 9,59.

Meðaleinkunn fyrir fitu er 6,67, en var á síðasta ári 6,39. „Já, þetta er hæsta landsmeðaltal sem náðst hefur fyrir gerð,“ segir Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, spurður um niðurstöður ársins. „Vissulega er vænleikinn líka góður en hann hefur einu sinni verið meiri og þá var gerðin aðeins lægri.

Holdfyllingin virðist halda áfram að batna jafnt og þétt sem er gleðilegt. Þetta sjáum við líka í mælingum á bakvöðvaþykkt lambanna. En það kemur þó ekki á óvart að þetta þokist í rétta átt, því sauðfjárbændur hafa almennt mikinn áhuga fyrir kynbótum og innan raða sauðfjárbænda eru margir snjallir ræktunarmenn. Fitan er á ágætu róli, hækkar nú aðeins milli ára samfara auknum fallþunga. Við viljum ekki minnka hana heldur halda henni hóflegri,“ segir Eyþór.

Mestur meðalfallþungi hjá minni sláturhúsum

Sé horft til einstakra sláturhúsa má sjá að mesti meðalfallþunginn mældist í minni sláturhúsunum. Mestur var hann í sláturhúsinu á Refsstað í Vopnafirði, eða 18,82 kíló – en þar var slátrað 736 dilkum. Hjá Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi var meðalfallþungi 18,18 kíló, en þar var rúmlega þúsund dilkum slátrað, og sláturhúsið á Grímsstöðum (Grímsstaðakét) í Reykholtsdal í Borgarfirði var með 17,93 kílóa meðalfallþunga, en þar var 749 dilkum slátrað.

Næst koma Sláturfélag Suðurlands með 17,58 kílóa meðalþunga og sami meðalþungi mældist hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga.

Hæstu meðaleinkunnir fyrir gerð voru hjá Grímsstaðakéti, eða 10,19, og hjá Sláturhúsi KVH þar sem meðaleinkunnin mældist 10,01. 

– Sjá einnig á síðu 2 í nýju Bændablaði

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...