Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðríður Gyða  Eyjólfsdóttir við rannsóknir í Hafnarskógi.
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir við rannsóknir í Hafnarskógi.
Fréttir 24. september 2018

Sveppamý gerir usla nálægt Akureyri

Höfundur: smh
Nú líður að lokum sveppatínslu­tímabilsins. Veðurfar var misgott eftir landshlutum en hvernig skyldi sveppaáhugafólki hafa reitt af við söfnun á þessum vetrarforða? Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur segir að svo virðist sem sumarið hafi verið fremur dræmt hvað sprettu ýmissa sveppa varðar.
 
Guðríður Gyða í Kjarnaskógi.
„Það hefur sennilega tekið fleiri ferðir en oft áður að útvega vetrarforða af matsveppum. En útsjónarsamir sveppatínslumenn finna samt sveppi. Hér á Norðurlandi hefur sveppasprettan verið fremur jöfn, ekki mikil en svolítið af sveppum frá því í júlí og fram á haust. Mér var sagt að eftir heitt og þurrt vor og fyrri hluta sumars á Austurlandi hefðu sveppir sprottið fremur seint og ekki verið mikið af þeim síðsumars. Á Suður- og Vesturlandi, eftir sólarlítið rigningarsumar, sé einnig dræm spretta helstu matsveppa, svolítið hafi komið upp af þeim en mun minna en oft áður,“ segir Guðríður Gyða.
 
Fyrri ár skipta máli 
 
„Reikna má með að hjá þeim sveppum sem mynda svepprót með trjám, geti fyrra ár haft nokkur áhrif á afkomu sveppanna. Svo er oft meira um sveppi í tiltölulega ungum skógi þar sem sól nær að skína á jörð milli trjánna, en í eldri skógum. 
 
Maður sér líka að í rjóðrum í skógum þar sem gróður er lágur finnur maður gjarnan sveppaldin;  meðan mun færri aldin sjást inni í skóginum – hinum megin á rótarkerfi sama trés.“
 
Sveppelskandi fluga
 
Að sögn Guðríðar sást í fyrrasumar í fyrsta sinn skemmdir á lerkisveppum í skógum í nágrenni Akureyrar af völdum flugulirfu sem reyndist vera sveppamý. „Flugan ræðst til inngöngu í aldinin strax og göt koma á himnuna, sem hylur pípulag ungra aldina, og voru milli 20 og 30 flugur í einu inni undir hatti þessara ungu sveppa. Flugurnar verptu eggjum í pípulagið sem varð rauðleitt eftir innrás þeirra. Ég náði þremur aldinum sem voru troðfull af flugu þessari og sendi nokkrar til greiningar hjá Erling Ólafssyni, skordýrafræðingi á Náttúrufræðistofnun, og hann greindi fluguna sem sveppamýið Mycetophila fungorum – sveppelskandi flugu með nokkuð langar lappir. Þessi fluga fannst fyrir fáeinum árum sunnanlands og er nú komin til Norðurlands og ætlar greinilega að lifa hér góðu lífi því mikið var af henni í lerkiskógum í sumar. 
 
Almennt má segja að þegar sveppir frjósa sé ekki lengur hægt að tína þá. Guðríður segir þó að ef næturfrosti fylgir hlýtt og gott veður þá geti ný aldin komið upp. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...