Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu
Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í
Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð
og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Þau Svala Kristín Pálsdóttir og Aðalsteinn Jörgensen urðu Íslandsmeistarar í paratvímenningi í bridds. Mótið fór fram í Briddsheimilinu, Síðumúla og fór vel fram. Þátttaka var góð og er til marks um að briddsíþróttin er í bullandi uppgangi.
Líf og starf 3. mars 2025

Svala og Alli Íslandsmeistarar

Höfundur: jörn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Í spili vikunnar sem kom upp á Masters-ofurmótinu í Hörpu í lok janúar skrifaði aðeins eitt par 420 í sinn dálk. 6 impar inn.

Stefán Stefánsson.

Við skulum líta á handbragð Stefáns Stefánssonar í síðasta spili annarrar umferðar á WBT-mótinu. 

Opnun Helga Sigurðssonar læknis og Stefáns á tveimur hjörtum lofar báðum hálitum en aðeins átta spilum ef ég skil sagnvenju þeirra rétt.

Stefán hefur aftur á móti aldrei verið smeykur við að glíma við krefjandi spil og lét vaða í geimið.

Suður spilaði út laufi. Virtist áhorfendum í fyrstu sem Stefán myndi óhjákvæmilega fara niður á hetjulegum samningum. En hann fann krók á móti bragði.

Stefán drap og spilaði jafnharðan laufi um hæl. Í þriðja slag hélt suður áfram laufsókninni. Spilið var sýnt á BBO og þeir áhorfendur héldu að Stefán myndi reyna að trompa í blindum sáu að spilið færi niður vegna yfirtrompunar. Leiðindalega. Eða hvað?

Stefán trompaði ekki heldur henti tígli tvisvar þegar hálaufi var spilað. Norður vissi ekkert hvað ætti að aðhafast þegar fjórða laufinu var spilað. Með trompsvinningum og töfrabörgðum spilaði spilið sig nánast sjálft eftir þetta.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...