Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Suzuki S-Cross, góður fyrir íslenska malarvegi
Á faglegum nótum 22. maí 2014

Suzuki S-Cross, góður fyrir íslenska malarvegi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Fyrir skemmstu komst ég yfir lesningu um tegundir og fjölda seldra bíla frá áramótum og sá ég þá að Suzuki S-Cross er mjög ofarlega á listanum yfir fjórhjóladrifna bíla. Ég fékk lánaðan S-Cross hjá Suzuki bílar hf. í Skeifunni og fór góðan hring um Reykjanesið.

Góður á möl

Prufuhringurinn var Kleifarvatn, Krýsuvíkurbjarg og til baka, svokölluð Djúpavatnsleið, alls um 130 km og um helmingur á slæmum malarvegum. Bíllinn sat þétt á malarveginum meðfram Kleifarvatni og ákvað ég að reyna hann á verri vegum sem væru meira í slóðastíl fremur en hefðbundinna malarvega. Niður að Krýsuvíkurbjargi og Djúpavatnsleið var rétt eins og S-Cross væri hreinlega hannaður til að láta manni líða vel á vegslóðum sem þessum. Malarhljóð nánast ekkert upp undir bílinn, og fjöðrunin sérstaklega góð fyrstu 5-10 cm.

Hörð aftursæti en útsýni gott

Framsætin eru mjög góð og styðja vel við bakið (minnir svolítið á stóla í rallýbíl). Aftursætin eru aðeins síðri og harðari; ef þrír fullorðnir væru í aftursætaröðinni væri aðeins of þröngt (miðast við fullvaxna Íslendinga). Hins vegar er óvenju gott útsýni út úr bílnum frá aftursætaröðinni, sem er ekki á öllum bílum í dag þar sem afturgluggar eru alltaf að minka á kostnað útsýnis.

Leiðsögukonan ágætis skemmtun

Leiðsögukerfi er í bílnum með íslensku korti, rak mig á að það þarf að uppfæra kortið þar sem nýi Suðurstrandavegurinn er ekki í kortinu og sá gamli er merktur sem aðalleið þrátt fyrir að á honum sé lokunarskilti. Hægt er að sjá hvar næsta bensínstöð eða matsölustaður er á einni af valmyndum á skjánum í leiðsögukerfinu. Annars skemmti fjölskyldan sér ágætlega við að hlusta á enskumælandi röddina lesa upp götuheitin í Reykjavík.

Mikið fyrir lítinn pening

Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn, með 1,6 l bensínvél og kostar aðeins 4.880.000. Til viðbótar er ýmis annar aukabúnaður í bílnum, s.s. bílastæðisskynjarar, lyklalaust aðgengi og ræsing (nóg að vera með lykilinn í vasanum), 12v tengi á a.m.k. þrem stöðum (sem ég sá), með loftnema í öllum hjólbörðum (segir til ef eitt hjólið er að verða loftlítið), brekkubremsuvara, hljómtæki með tengingu fyrir USB og MP3-spilara ásamt Bluetooth og fleira.

Skemmtilegur með stillt á sportstillinguna

Suzuki S-Cross er góður innanbæjar því að bensínvélin í bílnum er spræk og tiltölulega snögg upp á snúning. Hægt er að vera með vélina stillta á snow, auto eða sport og svo er hægt að læsa fram og afturdrifi. Sé maður með vélina stillta á sport snýst vélin hraðar (að jafnaði um 1000 snúningum hraðar en á auto). Ég mæli með að vera að öllu jöfnu með stillt á auto, en læða puttanum á takkann til að setja sportstillinguna á við framúrakstur (prófaði báða takkana við framúrakstur og munurinn var töluverður), leggja af stað úr kyrrstöðu. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég var svolítið of mikið með sporttakkann á og sást það á eyðslunni hjá mér, eftir 111 km akstur hafði ég verið að eyða 7,6 lítrum á hundraðið, á meðalhraða upp á 40 km. Uppgefin meðaleyðsla er hins vegar 5,7 lítrar á hundraðið miðað við bestu aðstæður.


Verð á Suzuki S-Cross er frá 3.980.000 (ekki fjórhjóladrifinn), en á fjórhjóladrifnum er verðið frá 4.490.000. Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefslóðinni www.suzuki.is.

Lengd: 4.300 mm
Hæð: 1.580 mm
Breidd: 1.765 mm
Þyngd: 1.085 mm

7 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...